Oddný Halldórsdóttir (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Halldórsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja í Sigtúni fæddist 2. október 1901 að Álftarhóli í A-Landeyjum og lést 16. apríl 1984.
Faðir hennar var Halldór bóndi á Álftarhóli, síðan á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 27. ágúst 1858 í Búðarhólshjáleigu, d. 15. janúar 1914 á Búðarhóli, Guðmundsson bónda á Kúfhóli, en lengst í Skíðbakkahjáleigu 1860-1897, f. 23. apríl 1832 á Kúfhóli, d. 9. janúar 1900 í Skíðbakkahjáleigu, Halldórssonar bónda á Kúfhóli, f. 5. desember 1793, d. 5. júní 1860, Guðmundssonar, og fyrri konu Halldórs, (11. júlí 1818), Salvarar húsfreyju, f. 10. ágúst 1795 í Skipagerði, d. 5. ágúst 1839 á Kúfhóli, Brynjólfsdóttur.
Móðir Halldórs á Álftarhóli og kona Guðmundar á Kúfhóli var Elín húsfreyja, f. 25. mars 1832 í Austur-Búðarhólshjáleigu (nú Hólavatn), d. 14. janúar 1897, Sigurðardóttir bónda þar, f. 24. júlí 1807, d. 8. júní 1873 í Skíðbakkahjáleigu, Eyjólfssonar, og konu Sigurðar, (16. október 1829), Guðnýjar húsfreyju, f. 10. júlí 1809, d. 11. febrúar 1889, Magnúsdóttur.

Móðir Oddnýjar Halldórsdóttur og bústýra Halldórs á Álftarhóli var Ingveldur húsfreyja, f. 20. nóvember 1859 í Strandarhjáleigu í Landeyjum, d. 8. október 1944 á Vilborgarstöðum, Nikulásdóttir bónda í Krosshjáleigu (nú Kross II), f. 5. maí 1833 á Skækli (nú Guðnastaðir) í A-Landeyjum, d. 9. mars 1889 í Krosshjáleigu, Árnasonar bónda í Rimakoti, f. 5. ágúst 1803 á Skækli, d. 12. janúar 1854 í Rimakoti, Pálssonar, og fyrri konu Árna, (30. október 1829), Ingveldar húsfreyju, f. 29. september 1806 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 6. ágúst 1843 í Rimakoti, Ormsdóttur.
(Sjá Óskar P. Einarsson til að sjá ætt Árna Pálssonar og Ingveldar Ormsdóttur í Eyjum).
Móðir Ingveldar á Álftarhóli og kona Nikulásar í Krosshjáleigu var, (17. október 1861), Oddný húsfreyja, f. 20. apríl 1837, d. 17. apríl 1891, Gunnlaugsdóttir bónda og formanns í Litlu-Hildisey, f. 28. ágúst 1804 á Bryggjum í A-Landeyjum, d. 21. nóvember 1884, Einarssonar, og konu Gunnlaugs, (30. ágúst 1829), Guðríðar húsfreyju, f. 11. nóvember 1807, d. 12. júní 1900, Magnúsdóttur.

Oddný var systir
1. Nikólínu Halldórsdóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum
2. Elínar Halldórsdóttur húsfreyju á Landagötu 16.

Oddný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja 1919, var hjú hjá Vigfúsi Scheving og síðari konu hans Helgu Guðmundsdóttur á Vilborgarstöðum 1920 og var bústýra hjá Vigfúsi Scheving ekkjumanni þar 1930.
Þau Jón giftu sig 1935, eignuðust ekki börn. Oddný var síðari kona hans. Þau bjuggu í Sigtúni.
Jón lést 1963 og Oddný 1984.

I. Maður Oddnýjar, (1. júní 1935), var Jón Bjarnason verkamaður í Sigtúni, f. 2. maí 1881 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1963.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.