Norður-Hlaðbær

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. janúar 2017 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. janúar 2017 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Svanhóll, Háigarður, Hlaðbær, Mið og Litli Hlaðbær og Vilborgarstaðir, - séð frá Eystri-Vesturhúsum. Lengst til hægri sér í gripahús og hlöðu Jóns Valtýssonar.

Norður-Hlaðbær, í daglegu tali nefndur Norðurbær, stóð nyrst í Kirkjubæjaþyrpingunni 1973.

Eyjólfur Eiríksson og Jórunn Skúladóttir fengu byggingu fyrir jörðinni 1869. Þau fluttu bæinn norður fyrir bæjaþyrpinguna á Kirkjubæ árið 1870.
Við búskap eftir þau tóku hjónin Guðjón Eyjólfsson sonur þeirra og kona hans Halla Guðmundsdóttir og bjuggu þar um áratugi.
Sama ættin bjó þar yfir 70 ár.
1940 tók við búskap Sigurður Gottskálksson og kona hans Dýrfinna Ingvarsdóttir.
Á árinu 1955 hófu búskap í Norðurbænum Magnús Pétursson og Þórdís Guðmundsdóttir og þar voru börn þeirra Þorbjörn Helgi, Einar, Laufey og Pétur, auk þess sem sonur Þórdísar Guðmundur Rafn Gunnarsson bjó hjá þeim, þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973.



Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.
  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1973.
  • Húsin undir hrauninu, haust 2012.