Nikólína Halldórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2015 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2015 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Nikólína Halldórsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 21. október 1896 á Álftarhóli í A-Landeyjum og lést 27. mars 1983.
Faðir hennar var Halldór bóndi á Álftarhóli, síðan á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 27. ágúst 1858 í Búðarhólshjáleigu, d. 15. janúar 1914 á Búðarhóli, Guðmundsson bónda á Kúfhóli, en lengst í Skíðbakkahjáleigu 1860-1897, f. 23. apríl 1832 á Kúfhóli, d. 9. janúar 1900 í Skíðbakkahjáleigu, Halldórssonar bónda á Kúfhóli, f. 5. desember 1793, d. 5. júní 1860, Guðmundssonar, og fyrri konu Halldórs, (11. júlí 1818), Salvarar húsfreyju, f. 10. ágúst 1795 í Skipagerði, d. 5. ágúst 1839 á Kúfhóli, Brynjólfsdóttur.
Móðir Halldórs á Álftarhóli og kona Guðmundar á Kúfhóli var Elín húsfreyja, f. 25. mars 1832 í Austur-Búðarhólshjáleigu (nú Hólavatn), d. 14. janúar 1897, Sigurðardóttir bónda þar, f. 24. júlí 1807, d. 8. júní 1873 í Skíðbakkahjáleigu, Eyjólfssonar, og konu Sigurðar, (16. október 1829), Guðnýjar húsfreyju, f. 10. júlí 1809, d. 11. febrúar 1889, Magnúsdóttur.

Móðir Nikólínu Halldórsdóttur og bústýra Halldórs á Álftarhóli var Ingveldur húsfreyja, f. 20. nóvember 1859 í Strandarhjáleigu í Landeyjum, d. 8. október 1944 á Vilborgarstöðum, Nikulásdóttir bónda í Krosshjáleigu (nú Kross II), f. 5. maí 1833 á Skækli (nú Guðnastaðir) í A-Landeyjum, d. 9. mars 1889 í Krosshjáleigu, Árnasonar bónda í Rimakoti, f. 5. ágúst 1803 á Skækli, d. 12. janúar 1854 í Rimakoti, Pálssonar, og fyrri konu Árna, (30. október 1829), Ingveldar húsfreyju, f. 29. september 1806 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 6. ágúst 1843 í Rimakoti, Ormsdóttur.
(Sjá Óskar P. Einarsson til að sjá ætt Árna Pálssonar og Ingveldar Ormsdóttur í Eyjum).
Móðir Ingveldar í Álftarhóli og kona Nikulásar í Krosshjáleigu var, (17. október 1861), Oddný húsfreyja, f. 20. apríl 1837, d. 17. apríl 1891, Gunnlaugsdóttir bónda og formanns í Litlu-Hildisey, f. 28. ágúst 1804 á Bryggjum í A-Landeyjum, d. 21. nóvember 1884, Einarssonar, og konu Gunnlaugs, (30. ágúst 1829), Guðríðar húsfreyju, f. 11. nóvember 1807, d. 12. júní 1900, Magnúsdóttur.

Nikólína var systir Oddnýjar Halldórsdóttur húsfreyju, konu Jóns Bjarnasonar í Sigtúni, og Elínar Halldórsdóttur húsfreyju á Landagötu 16, konu Ágústs Sigfússonar.
Móðir Nikólínu, Ingveldur Nikulásdóttir, var hjá henni síðustu æviár sín.
Börnin á Vilborgarstaðatorfunni mátu hjónin á Vilborgarstöðum mikils. Lína var akkerið á bænum. Hún var alltaf til staðar. Húsið var því nefnt Línubær og ekkert barn hefði kannast við annað nafn á Jóhanni manni hennar en „Jói í Línubæ“.

Maður Nikólínu var Jóhann V. Scheving útvegsbóndi á Vilborgarstöðum, f. 5. desember 1893, d. 26. janúar 1957.
Þau Jóhann voru barnlaus, en hjá þeim dvaldi um skeið systursonur Nikólínu og nafni þeirra hjóna, Jóhann Ágústsson, síðar kaupsýslumaður, meðan faðir hans barðist við berkla á hælinu í Kópavogi og síðan í Kristnesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



ctr


Fólk í heyskap á túni Jóhanns Scheving og Nikólínu Halldórsdóttur á Vilborgarstöðum.

Túnið var sunnan við Landagötu. Síðar voru byggð þarna húsin nr. 1, 3 og 5 við Grænuhlíð.
Þarna má sjá lengst t.v. Skjaldbreið, Lönd-mið, þá er lágreist hús, Hóllinn, en þar bjó einu sinni Óskar Ólafsson pípulagningamaður. Þá er Gíslholt og við hlið þess er Skálholt við Landagötu.
Gamla konan t.v. er líklega móðir þeirra Nikólínu og Elínar Halldórsdætra, Ingveldur Nikulásdóttir, d. 1944 í Eyjum, en fyrir framan hana er Perla Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, þá Nikólína Halldórsdóttir og maður hennar Jóhann Scheving, en þau bjuggu á Vestri Vilborgarstöðum. Að baki Jóhanns standa tvær stúlkur, þær Guðrún Guðmundsdóttir frá Presthúsum, f. 1937, og Halla Sigurðardóttir frá Svanhól, f. 1936.
Ungi pilturinn við hlið Jóhanns er Jóhann Ágústsson, f. 1932, Sigfússonar, síðar gæslumanns á leikvellinum á Péturstúni („Pétó“).
Fremst á myndinni er Fríða í Bólstaðarhlíð, síðar kona Sigursteins Marinóssonar og að baki henni situr Elín Halldórsdóttir kona Ágústs Sigfússonar, systir Nikólínu.
Ætli myndin sé ekki tekin um 1942-3?