Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir frá Götu, húsfreyja, verkakona fæddist þar 12. maí 1912 og lést 9. janúar 1991 á Dvalarheimilinu á hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Konráð Ingimundarson sjómaður, vélstjóri, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957, og kona hans Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1887, d. 3. febrúar 1967.
Fósturforeldrar hennar voru Sveinn P. Scheving á Hjalla, bóndi, sjómaður, hreppstjóri, lögregluþjónn, meðhjálpari, f. 8. mars 1862, d. 3. ágúst 1943, og kona hans Kristólína Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1868, d. 8. september 1941.

Börn Guðrúnar Sigríðar og Konráðs voru:
1. Jón Einar Konráðsson sjómaður bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 10. október 1909 á Norðfirði, d. 28. júlí 1985.
2. Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. maí 1912 í Götu, d. 9. janúar 1991.
3. Pálína Mundína Sigurveig Konráðsdóttir, f. 17. september 1913 í Götu, dó 16. júní 1918 af brunasárum eftir slys í Þvottalaugunum í Reykjavík.
4. Concordia Konráðsdóttir (Níelsson) húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1915 í Götu, d. 24. október 2004.
5. Sigríður María Konráðsdóttir húsfreyja í Hveragerði, f. 9. september 1916 í Götu, d. 16. mars 2003.
6. Ingibjörg V. Konráðsdóttir, f. 15. janúar 1918, d. 1918.
7. Símon Ingvar Konráðsson málari í Reykjavík, f. 17. júní 1919 í Reykjavík, d. 29. september 2008.
8. Sigurveig Stella Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1922, d. 13. mars 2007.
9. Ágúst Ingimundur Konráðsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1923, d. 4. febrúar 1982.
10. Marteinn Lúther Konráðsson, f. 13. október 1926, d. 1926.
11. Elínberg Sveinbjörn Konráðsson, f. 28. apríl 1928, d. 28. júlí 2006.

Nikólína var skamma stund með foreldrum sínum, fór ung í fóstur að Hjalla.
Hún flutti til móður sinnar í Reykjavík innan við tvítugt.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Þingholtunum, en lengst við Laugateig 8 í Reykjavík

I. Maður Nikólínu var Kristinn Marinó Sveinsson verkamaður, f. 19. júní 1909, d. 15. nóvember 1991. Foreldrar hans voru Sveinn Vopnfjörð Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 16. ágúst 1873, d. 28. mars 1958, og María Guðríður Guðnadóttir frá Hælavík á Ströndum, húsfreyja, f. 3. apríl 1882, d. 11. júní 1968.
Barn þeirra:
1. Sveinn Gunnar Kristinsson húsasmíðameistari, verktaki, f. 20. júní 1936, d. 12. nóvember 2011. Kona hans Elín Ósk Snorradóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. nóvember 1991. Minning Kristins og Nikólínu.
  • Morgunblaðið 18. nóvember 2011. Minning Sveins Gunnars Kristinssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.