Nöjsomhed

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2020 kl. 11:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2020 kl. 11:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Húsið Nöjsomhed stóð við Víðisveg 7. Samkvæmt manntalinu 1892 var þetta timburhús sem Bolbroe læknir byggði árið 1833. Var þetta læknissetur og var í fyrstu kallað Doctorshús. Eftir daga læknisins bjuggu margir embættismenn í húsinu. Séra Brynjólfur Jónsson bjó í húsinu þegar hann var aðstoðarprestur á árunum 1852-1858. Í húsinu bjó Aagaard sýslumaður 1875. Þetta var pakkhús frá Brydeversluninni og stóð það austan við Jómsborg. Þetta var einnig fyrsta húsnæðið til að hýsa fyrsta Barnaskólann í Vestmannaeyjum frá árinu 1880. Síðustu árin var það notað sem verbúð handa „landmönnum“, bændum og búaliðum sem voru á vertíð í Eyjum. Nöjsomhed var rifið árið 1911. Seinna reis á lóðinni húsið Stafholt en það fór undir hraun. Síðast bjuggu í Nöjsomhed Ingimundur Árnason og Pálína Einarsdóttir með börnum sínum.
Sjá nánar: Blik 1960/Nöjsomhed og Blik 1960/Dæmi um aðbúð vermanna.


Heimildir