„Minningarvefur um Pál Steingrímsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
  | valign="top" width="600" style="padding: 30px;" |
  | valign="top" width="600" style="padding: 30px;" |
<div style="alignment: right;">
<div style="alignment: right;">
<big><big><big><center>'''Í minningu [[Páll Steingrímsson|Páls Steingrímssonar]]'''</center><br>
<big><big><big><center>'''Í minningu [[Páll Steingrímsson|Páls Steingrímssonar]]'''</center></big></big></big><br>
<big><big><center>''Kvikmyndagerðarmanns, myndlistamanns og kennara''</center><br>
<big><big><center>''Kvikmyndagerðarmanns, myndlistamanns og kennara''</center></big></big><br>


Haustið 2015 kom Páll Steingrímsson að máli við Sagnheima, byggðasafn og [[Safnahús Vestmannaeyja]] um aðstoð við samantekt heimildarmyndar, þar sem gerð yrði grein
Haustið 2015 kom Páll Steingrímsson að máli við Sagnheima, byggðasafn og [[Safnahús Vestmannaeyja]] um aðstoð við samantekt heimildarmyndar, þar sem gerð yrði grein

Útgáfa síðunnar 3. júlí 2019 kl. 13:06

Í minningu Páls Steingrímssonar

Kvikmyndagerðarmanns, myndlistamanns og kennara

Haustið 2015 kom Páll Steingrímsson að máli við Sagnheima, byggðasafn og Safnahús Vestmannaeyja um aðstoð við samantekt heimildarmyndar, þar sem gerð yrði grein fyrir lífshlaupi hans ásamt helstu verkefnum og myndum. Nafni hans og vinur, Páll Magnússon leiddi síðan söguþráðinn með nýjum viðtölum við listamanninn.
Að verkefninu komu annars vegar samstarfsmenn Páls hjá KVIK kvikmyndagerð með Ólaf Ragnar Halldórsson fremstan í flokki, sem sá um efnisvinnu, kvikmyndatöku, klippingu o.fl. og hins vegar áhugahópur um verkefnið, skipaður Erpi Hansen, Helgu Hallbergsdóttur, Helga Bragasyni, Kára Bjarnasyni, Marinó Sigursteinssyni og Páli Magnússyni.
Fjölmargir styrktu verkefnið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsbankinn og Vestmannaeyjabær ásamt fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum, ýmist með beinum peningastyrkjum eða kaupum á dvd diskum í forsölu. Myndin „Frá Heimaey á heimsenda – ferilshlaup Páls Steingrímssonar“ var frumsýnd í Sagnheimum þann 25. júlí 2016 á 86 ára afmælisdegi Páls. Myndin varð nokkurs konar svanasöngur Páls Steingrímssonar, því að hann lést skömmu síðar, 11. nóvember 2016.
Í Sagnheimum, byggðasafni er starfrækt Pálsstofa þar sem Páls er minnst og myndir hans sýndar. Þar má einnig kaupa myndina Frá Heimaey á heimsenda.
Aðstandendur verkefnisins þakka öllum sem gerðu Páli Steingrímssyni kleift að ljúka síðasta verkefni sínu. Minning hans lifir í verkum hans og hjörtum okkar allra sem kynntumst honum.

Blessuð sé minning Páls Steingrímssonar.




Efnisyfirlit