Matthías Ingibergsson (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Matthías Ingibergsson.

Matthías Ingibergsson frá Sandfelli, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 22. janúar 1933 á Grímsstöðum og lést 31. október 2006 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Ingibergur Gíslason frá Sjávargötu á Eyrarbakka, skipstjóri, f. 16. janúar 1897, d. 15. janúar 1987, og kona hans Árný Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. þar 8. september 1906, d. 10. ágúst 1943.
Fósturmóðir Matthíasar og síðari kona Ingibergs var Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1910, d. 29. maí 2000.

Börn Árnýjar og Ingibergs:
1. Þorvaldur Ingibergsson, f. 7. október 1926 á Sandfelli, d. 15. ágúst 1927.
2. Guðjón Ingibergsson sjómaður, f. 25. september 1928 á Þorvaldseyri, d. 16. nóvember 1989.
3. Jónína Margrét Ingibergsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 5. júní 1931 á Grímsstöðum, d. 8. desember 2014.
4. Matthías Ingibergsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. janúar 1933 á Grímsstöðum, d. 31. október 2006.
5. Inga Hallgerður Ingibergsdóttir , f. 21. maí 1937 í Hvammi, síðast í Hrísey, d. 11. desember 1990.
6. Árný Ingibjörg Ingibergsdóttir, f. 20. júní 1943 á Sandfelli, d. 2. maí 1989. Börn Ingibergs og Lovísu Guðrúnar:
7. Guðrún Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1944 á Sandfelli.
8. Guðmunda Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1948 á Sandfelli.

Matthías var með foreldrum sínum í æsku, á Grímsstöðum, í Stóra-Hvammi, á Eystri Oddsstöðum og Sandfelli, en móðir hans lést er hann var á ellefta árinu.
Lovísa Guðrún varð ráðskona hjá föður hans 1943 og síðan sambýliskona hans.
Matthías var verkamaður í Eyjum, sjómaður og skipstjóri, m.a. sjómaður á togaranum Neptúnusi, síðar á Gullberginu frá Seyðisfirði og Sævaldi. Þau Margrét fluttu til Eyja og þar var Matthías, m.a. með Þóri VE 16.
Þau Sigurbjörg Svala giftu sig 1964, eignuðust tvö börn, en skildu.
Matthías fór í sambúð með Margréti 1970. Þau bjuggu á Seyðisfirði frá 1972-1974, en fluttu síðan til Eyja árið 1974 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf, í Valhöll, en síðast á Vesturvegi 23b, Bergi.
Matthías lést 2006. Margrét lést á Selfossi 2007.

I. Kona Matthíasar, (7. október 1964, skildu), var Steinunn Svala Ingvadóttir húsfreyja, verkakona, f. 9. mars 1936, d. 7. nóvember 2000. Foreldrar hennar voru Ingvi Hannesson bifreiðastjóri, f. 12. september 1911 á Hörðubóli í Miðdölum, Dal., d. 6. desember 1978, og kona hans Lilju Karlottu Jónsdóttur frá Mjölni, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971.
Börn þeirra:
1. Árný Matthíasdóttir húsfreyja, verkakona, f. 25. október 1958, d. 15. janúar 1986. Maður hennar var Örn Kjærnested.
2. Ingibjörg Karen Matthíasdóttir Thomas húsfreyja, f. 31. maí 1962. Maður hennar er Brian Lynn Thomas.
Barn Steinunnar og fósturdóttir Matthíasar:
3. Lilja Ósk Þórisdóttir húsfreyja, kennari, f. 3. júní 1954. Maður hennar er Jónatan Ingi Ásgeirsson.

II. Sambýliskona Matthíasar frá 1970 var Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1932 í Njarðvík, d. 1. mars 2007 á Selfossi.
Þau voru barnlaus, en hjá þeim fóstraðist um skeið
4. Kristín Unnur Aðalsteinsdóttir og Kristínar systur Margrétar, f. 22. apríl 1968.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. nóvember 2006. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.