Matthías Finnbogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Matthías Finnbogason frá Litlhólum fæddist 25 apríl 1882. Matthías lærði um meðferð véla í Kaupmannahöfn og aflaði hann sér mikillar þekkingar á því sviði. Tókst honum að loknu námi að útvega sér nægilegan fjárhagslegan stuðning erlendis til að kaupa tæki og verkfæri til að stofna viðgerðarverkstæði heima í Eyjum. Matthías reisti svo viðgerðarverkstæðið Jaðar sem var fyrsta járnsmíðaverkstæði í Eyjum. Lést hann 9 júní 1969.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Matthías Finnbogason


Heimildir