María Konráðsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. október 2015 kl. 21:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. október 2015 kl. 21:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
María Konráðsdóttir.

Sigríður María Konráðsdóttir frá Götu, síðar húsfreyja á Reykjavöllum í Biskupstungum og í Hveragerði, fæddist 9. september 1916 í Götu og lést 16. mars 2003.
Foreldrar hennar voru Konráð Ingimundarson sjómaður, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957, og kona hans Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1887, d. 3. febrúar 1967.

Börn Guðrúnar Sigríðar og Konráðs voru:
1. Jón Einar Konráðsson sjómaður bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 10. október 1909 á Norðfirði, d. 28. júlí 1985.
2. Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. maí 1912 í Götu, d. 9. janúar 1991. Hún var í fóstri á Steinsstöðum 1917.
3. Pálína Mundína Sigurveig Konráðsdóttir, f. 17. september 1913 í Götu, dó 16. júní 1918 af brunasárum eftir slys í Þvottalaugunum í Reykjavík. Hún var fóstruð á Kirkjubæ 1917.
4. Konkordía Konráðsdóttir (Níelsson) húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1915 í Götu, d. 24. október 2004. Hún var í fóstri í Nýjabæ 1917.
5. Sigríður María Konráðsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1916 í Eyjum, d. 16. mars 2003.
6. Símon Ingvar Konráðsson málari í Reykjavík, f. 17. júní 1919 í Reykjavík, d. 29. september 2008.
7. Sigurveig Stella Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1922, d. 13. mars 2007.
8. Ágúst Ingimundur Konráðsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1923, d. 4. febrúar 1982.
9. Elínberg Sveinbjörn Konráðsson, f. 28. apríl 1928, d. 28. júlí 2006.

María var tökubarn á Sjónarhól hjá Jónínu Árnadóttur og Sigurði Ólafssyni 1916 og 1917. Foreldrar Maríu fluttust til Reykjavíkur 1917 með Jón Einar. Hún var í fóstri hjá Ingimundi afa sínum og Pálínu Einarsdóttur í Götu, var komin til Guðnýjar Stefánsdóttur og Jóhanns Guðmundssonar 1920 og var þar síðan í fóstri meðan bæði lifðu. Jóhann lést 1923, og María var áfram í fóstri hjá Guðnýju á Hásteinsvegi 28.
Hún fluttist upp á Land og var í vist m.a. í Grindavík og Reykjavík, fór til Danmerkur og vann þar um skeið. Hún kom heim nokkru fyrir stríðsbyrjun og vann verslunarstörf.
Guðný eignaðist barn með Kjartani Benjamínssyni 1945, giftist Guðjóni 1947. Þau ráku garðyrkjustöð að Reykjavöllum í Biskupstungum 1947-1953, bjuggu um tveggja ára skeið í Víðigerði þar. Þá fluttust þau í Hvergerði og bjuggu þar síðan. Hún vann þar í Kjörís um hríð.
Að síðustu bjó María að Ási í Hveragerði.
Guðjón lést 1997 og María 2003.

I. Barnsfaðir Maríu var Kjartan Benjamínsson sjómaður, síðar starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 2. september 1920, d. 31. mars 1996.
Barn þeirra er
1. Guðný Jóhanna Kjartansdóttir, f. 13. febrúar 1945.

II. Maður Maríu, (8. febrúar 1947), var Guðjón Hugberg Björnsson garðyrkjumaður, f. 19. desember 1919, d. 1. ágúst 1997.
Börn þeirra:
2. Björn Guðjónsson, f. 10. október 1947.
3. Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, f. 6. október 1950.
4. Sigurður Guðjónsson, f. 1. maí 1952.
5. Margrét Guðjónsdóttir, f. 21. september 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.