Markús Erlendsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. janúar 2016 kl. 14:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. janúar 2016 kl. 14:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Markús Erlendsson vinnumaður fæddist 17. mars 1855 og lést í 25. október 1920 í Utah.
Foreldrar hans voru Erlendur Ingjaldsson bóndi á Kirkjubæ, f. 28. febrúar 1828, drukknaði 12. janúar 1887 og kona hans Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 26. apríl 1897.

Markús var á 1. ári með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1855, niðursetningur á Kirkjubæ hjá Magnús Oddssyni, þá ekkli, 1860, niðursetningur í Litlabæ 1870 hjá Valgerði Jónsdóttur og Einari Jónssyni. Hann var vinnumaður í Presthúsum 1880 og vinnumaður í Godthaab 1890.
Markús fór til Vesturheims 1891 frá Godthaab. Hann var ókvæntur. Hann lést í Utah 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.