Markús Vigfússon (Hólshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Markús Vigfússon í Hólshúsi fæddist 25. desember 1851 í Kaupmannahöfn og lést í Spanish Fork í Utah 8. desember 1921.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867, og fyrri kona hans Margrét Skúladóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 11. nóvember 1824, d. 16. október 1859.

Markús var með foreldrum sínum í Hólshúsi 1855, með ekklinum föður sínum þar 1860. Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum hjá Arnbjörgu Árnadóttur og Magnúsi Magnússyni 1870, verkamaður í Reykjavík 1882, húsmaður í Litlabæ 1886. Hann fór með fjölskyldu sína frá Litlabæ til Utah 1886.
Í Utah vann hann við járnbrautir og landbúnaðarstörf, en síðar vann hann lengi hjá Utah-Idaho Sugar Company.
Fjöldi tónlistarfólks er af þeim komið.

Kona Markúsar, (21. desember 1882), var Guðríður Wúlfsdóttir, f. 26. apríl 1858, d. 8. desember 1933. Hún var dóttir Valgerðar Jónsdóttur frá Norðurgarði, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896, og Wúlfs (Wolf), dansks skipherra, sem komið hafði til Eyja.
Börn Markúsar og Guðríðar hér:
1. Margrét Jónína Markúsdóttir, f. 21. nóvember 1878, d. 6. febrúar 1925.
2. Friðrik Grímur Markússon, f. 13. júlí 1882, d. 18. júlí 1882 úr mislingum.
3. Sigríður Ingibjörg Markúsdóttir, f. 21. júlí 1883, d. 6. september 1943.
4. Valdimar Einar Markússon, f. 23. mars 1885, d. í júlí 1886 á leið til Utah.
5. William Marcus, sá sem veitti Our Pioneer Heritage upplýsingar.
Guðríður fæddi 7 börn Vestanhafs.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.