Markús Erlendsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Markús Erlendsson vinnumaður fæddist 17. mars 1855 og lést í 25. október 1920 í Utah.
Foreldrar hans voru Erlendur Ingjaldsson bóndi á Kirkjubæ, f. 28. febrúar 1828, drukknaði 12. janúar 1887 og kona hans Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 26. apríl 1897.

Markús var á 1. ári með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1855, niðursetningur á Kirkjubæ hjá Magnús Oddssyni, þá ekkli, 1860, niðursetningur í Litlabæ 1870 hjá Valgerði Jónsdóttur og Einari Jónssyni. Hann var vinnumaður í Presthúsum 1880 og vinnumaður í Godthaab 1890.
Markús fór til Vesturheims 1891 frá Godthaab. Hann var ókvæntur. Hann lést í Utah 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.