Margrét Hafliðadóttir (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Revision as of 16:01, 14 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Margrét Hafliðadóttir vinnukona, síðar í dvöl á Vesturhúsum fæddist 12. júlí 1830 u. Eyjafjöllum og lést 17. desember 1915 á Vesturhúsum.
Faðir hennar var Hafliði bóndi í Ormskoti u. Eyjafjöllum 1835, í Berjanesi þar 1845, f. 3. júlí 1800 á Hólmi í Voðmúlastaðasókn í A-Landeyjum, d. 9. nóv. 1853, Þórarinsson bónda víða, en síðast í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1776 í Vestra-Fíflholti í V-Landeyjum, d. 20. maí 1839 í Hólmahjáleigu, Eiríkssonar bónda á Hólmi, f. 1745 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, d. 28. janúar 1829 í Tungu í Fljótshlíð, Þórarinssonar, og konu Eiríks, Guðrúnar húsfreyju, f. 1744, d. 25. nóvember 1821, Þórðardóttur Diðrikssonar.
Móðir Hafliða í Ormskoti og fyrri kona Þórarins í Hólmahjáleigu var Margrét húsfreyja, f. 1765, d. 11. desember 1809, Jónsdóttir bónda og formanns í Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 1737, d. 1815, Ólafssonar, og konu Jóns í Hallgeirsey, Jórunnar húsfreyju og bónda til 1825, f. 1737 í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, d. 17. júlí 1826 í Eyvindarholti u. Eyjafjöllum, Sigurðardóttur.

Móðir Margrétar á Vesturhúsum og kona Hafliða bónda í Ormskoti var Halla húsfreyja, f. 26. júlí 1796, d. 7. júní 1870, Gunnlaugsdóttir bónda á Bryggjum í A-Landeyjum, f. 1764, d. 9. júní 1803 á Kirkjulandi, Þórólfssonar bónda á Bryggjum, f. 1734, d. 5. október 1802, („dauðfraus milli fjalls og byggða“), Jónssonar, og konu Þórólfs, Margrétar húsfreyju, f. 1736 á Stóru-Völlum á Landi, d. 3. mars 1819 í Litlu-Hildisey, Jónsdóttur.
Móðir Höllu Gunnlaugsdóttur og kona Gunnlaugs bónda á Bryggjum var Oddný húsfreyja, f. 1769, d. 27. febrúar 1850, Guðmundsdóttir bónda á Ljótarstöðum og Skíðbakka í A-Landeyjum, f. 1725, d. 25. maí 1792 á Skíðbakka, Þorleifssonar, og konu Guðmundar á Skíðbakka, Guðríðar húsfreyju, f. um 1730, d. 1784, Einarsdóttur.

Margrét var 5 ára með foreldrum sínum í Ormskoti u. Eyjafjöllum 1835, 10 ára hjá þeim á Minni-Borg þar 1840, 16 ára hjá þeim í Berjanesi þar 1845 og 20 ára þar 1850.
Við manntal 1860 var Margrét 30 ára vinnukona í Steinum þar og með henni var Guðmundur Þórarinsson 9 ára tökupiltur.
Við manntal 1870 var hún vinnukona í Norðurgarði, en við manntal 1880 var hún 50 ára móðir bóndans á Vesturhúsum og þar dvaldi hún framvegis.

Margrét var eldri systirin Hafliðadóttir, til aðgreiningar frá yngri systur sinni, sem fæddist 1835. Þær voru systur Þórarins Hafliðasonar mormónaprests og trúboða í Eyjum, sem fórst við Eyjar 1852.

Margrét eignaðist tvö börn:
I. Hún átti barn með Þórarni Jónssyni, sem varð bóndi í Aurgötu, á Hjáleigusöndum og á Leirum u. Eyjafjöllum, f. 28. ágúst 1832, en varð úti á leið úr veri á Suðurnesjum 1879.
Barnið var
1. Guðmundur Þórarinsson bóndi á Vesturhúsum, f. 28. desember 1850, drukknaði við Álsey 13. mars 1916.

II. Hún átti barn með Jóni Stefánssyni, síðar bónda í Vallatúni u. Eyjafjöllum, f. 1833.
Barnið var
2. Evlalía Jónsdóttir húsfreyja í Hrauntúni í Biskupstungum, f. 19. september 1852, d. 26. júlí 1926, en hún var móðir Stefaníu Einarsdóttur húsfreyju á Hólmi, f. 26. apríl 1892, d. 19. mars 1972, konu Jóns Ólafssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.