Margrét Sveinsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 17:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 17:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Margrét Sveinsdóttir frá Vesturhúsum fæddist 1847 og hrapaði til bana úr Dalfjalli 30. maí 1882.
Foreldrar hennar voru Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1817, d. 8. október 1859.

Margrét var elst 6 barna hjónanna og það eina, sem náði fullorðins aldri.
Hún var með foreldrum sínum á Vesturhúsum og síðan með ekklinum föður sínum, en 1880 var hún vinnukona í Jómsborg hjá Engilbert Engilbertssyni og Jórunni Austmann.
Hún hrapaði 30. maí 1882 úr Dalfjalli á niðurleið á Hæltám og féll í Kaplagjótu.

I. Barnsfaðir Margrétar var Jón Pétursson, þá ókvæntur tómthúsmaður í Elínarhúsi, f. 2. maí 1849, hrapaði til bana úr Klifi 26. ágúst 1878.
Barn þeirra var
1. Andvana fætt sveinbarn 17. október 1875.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.