Margrét Skúladóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 15:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 15:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Skúladóttir húsfreyja í Hólshúsi fæddist 11. nóvember 1824 og lést 16. október 1859.
Faðir hennar var Skúli bóndi á Skeiðflöt í Mýrdal, f. 1797 í Bólstað þar, d. 1. desember 1848, hrapaði í snjóflóði í Hafursey, Markússon bónda á Bólstað og í Pétursey í Mýrdal, f. 1764, d. 18. febrúar 1837 í Pétursey, Árnasonar bónda á Götum í Mýrdal, d. 1766, Þorsteinssonar, og konu Árna, Þórdísar húsfreyju Jónsdóttur.
Móðir Skúla á Skeiðflöt og kona Markúsar í Pétursey var Elín húsfreyja, 1766, d. 16. október 1840, Skúladóttir bónda, síðast í Norður-Hvammi, d. 23. apríl 1798, Gíslasonar, og konu Skúla Gíslasonar, Auðbjargar húsfreyju, f. 1725, Oddsdóttur.

Margrét var hálfsystir, af sama föður, Jórunnar Skúladóttur á Kirkjubæ konu Eyjólfs Eiríkssonar, en þau voru foreldrar Jóels á Sælundi, Gísla á Búastöðum, Guðjóns á Kirkjubæ, Margrétar húsfreyju í Gerði og Rósu húsfreyju í Þorlaugargerði.

Móðir Margrétar Skúladóttur var Sigríður Nikulásdóttir í Breiðfjörðshúsi, síðar í Ottahúsi, f. 12. nóvember 1788, d. 16. maí 1859.

Margrét var með móður sinni á Miðhúsum nýfædd 1824. Hún var hjá afa sínum og ömmu í Pétursey 1825-1832, hjá föður sínum í Pétursey 1832-1833, hjá honum og fjölskyldu hans á Skeiðflöt 1833-1836/7, léttastúlka á Felli í Mýrdal 1839-1840, hjá föður sínum aftur 1840-1841.
Hún var vinnukona í Sjólyst hjá Ásdísi Jónsdóttur og Anders Asmundsen skipstjóra 1845 og hjá þeim í Stakkagerði 1850, og þar var Vigfús Jónsson þá vinnumaður.
Margrét fór til ljósmæðranáms í Kaupmannahöfn og lauk prófi frá Ríkisspítalanum 16. júní 1852.
Hún var húsfreyja og yfirsetukona í Hólshúsi 1855.

Maður Margrétar, (25. júní 1851 var Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, drukknaði í apríl 1867.
Hún var fyrri kona hans. Síðari kona hans var hálfsystir Margrétar, af sömu móður, Nikolína Ottadóttir.
Börn Margrétar og Vigfúsar hér nefnd:
1. Markús Vigfússon, f. 25. desember 1851, d. 6. desember 1921 í Spanish Fork í Utah.
2. Anders Vilhelm Vigfússon, f. 7. júlí 1853. Hann var tollþjónn í Kaupmannahöfn.
3. Friðrik Ólafur Vigfússon, f. 9. júní 1855, d. 3. júlí 1855 „úr hósta“.
4. Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir, f. 23. október 1857, d. 10. maí 1942.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.