Margrét Sigurlaug Pálsdóttir (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja í Túni fæddist 20. júní 1901 í Hlíð undir Eyjafjöllum og lést 29. september 2000 í Eyjum.

Margrét Sigurlaug Pálsdóttir.

Ætt og uppruni

Faðir hennar var Páll bóndi í Hlíð, f. 9. júní 1867, d. 31. október 1912, Pálsson snikkari, lærður í Reykjavík, f. 1. ágúst 1824 á Prestbakka á Síðu, d. 28. febrúar 1895 í Eystri-Ásum, Pálssonar prests og prófasts í Hörgsdal, f. 17. maí 1797 í Gufunesi, d. 1. nóvember 1861 á ferð í Þykkvabæ, Pálssonar, og fyrri konu sr. Páls (7. apríl 1818, skildu 1839) Matthildar húsfreyju, f. 27. september 1795, d. 16. maí 1850, Teitsdóttur.
Móðir Páls bónda í Hlíð og barnsmóðir Páls snikkara var Ingibjörg vinnukona og bústýra, f. 29. apríl 1842 á Feðgum (Staðarholti) í Meðallandi, d. 6. febrúar 1885, Ingimundardóttir húsmanns á Feðgum, f. 26. nóvember 1817, d. 4. nóvember 1856, Sveinssonar, og konu Ingimundar, Helgu húsfreyju, f. 29. júlí 1809 að Undirhrauni, d. 12. september 1862 á Feðgum, Stefánsdóttur.

Móðir Margrétar í Túni var Margrét húsfreyja frá Hlíð, f. 3. nóvember 1878, d. 1901, Sigurðardóttir bónda í Hlíð, f. 15. september 1849 í Steinasókn, Jónssonar bónda í Hlíð, f. 1795, Sigurðssonar, og konu Jóns Sigurðssonar, Guðríðar húsfreyju í Hlíð, f. 1799, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar Sigurðardóttur og kona Sigurðar Jónssonar var Guðlaug húsfreyja, f. 17. febrúar 1840, d. 22. maí 1904, Jónsdóttir bónda á Undirhrauni í Meðallandi, f. 9. október 1811 á Undirhrauni, d. 23. júní 1890 í Króki (Efri-Fljótum) þar, Jónssonar, og konu Jóns á Undirhrauni, Margrétar húsfreyju, f. 1812, d. 14. mars 1885, Eyjólfsdóttur.

Lífsferill og fjölskylda

Móðir Margrétar lést af barnsförum, þegar hún og Pálína Geirlaug tvíburasystir hennar fæddust. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Guðlaugu Jónsdóttur og Sigurði Jónssyni til fjögurra ára aldurs, en eftir að amma hennar lést fluttist hún til Guðjóns móðurbróður síns í Hlíð og Vilborgar konu hans og dvaldist hjá þeim til fullorðinsára.
Hún fluttist til Vestmannaeyja 1938. Að Túni í Vestmannaeyjum kom hún 1940 og giftist Árna 1942. Eftir lát Árna í Túni bjó hún þar með börnum sínum fram að gosi, 1973. Hún bjó bæði í Sandgerði og Garði, ásamt Bjarna syni sínum, sem alla tíð bjó með móður sinni. Í september 1975 fluttust þau aftur til Vestmannaeyja að Foldahrauni 40 og þar bjó hún, þar til hún lést.

Margrét Pálsdóttir var tvígift:
I. Fyrri maður hennar (29. september 1929) var Ketill Helgi Eyjólfsson bóndi í Steinum, f. 17. mars 1897, d. 7. janúar 1933.
Barn þeirra er Helga M. Ketilsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1933.
II. Síðari maður hennar (21. nóvember 1942) var Árni Ólafsson fiskimatsmaður í Túni, f. 5. september 1898, d. 22. september 1959.
Börn þeirra Árna:
1. Bjarni Árnason verkamaður, f. 5. júlí 1943.
2. Sigurlín Árný Árnadóttir húsfreyja, f. 1. maí 1945.

Hálfbróðir Margrétar var Björgvin Pálsson verkstjóri á Hvoli, f. 3. júlí 1906, d. 19. maí 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Morgunblaðið. Minning 7. október 2000.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.