Margrét Sigurðardóttir (Þinghól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Margrét Sigurðardóttir húsfreyja í Þinghól fæddist 18. júlí 1880 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum og lést 6. janúar 1970.
Faðir Margrétar var Sigurður, þá vinnumaður á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, síðar bóndi þar, f. 1. október 1852 í Stóradalssókn u. Eyjafjöllum, d. 29. febrúar 1936, Eyjólfsson bónda í Miðmörk, f. 1825, d. 5. febrúar 1899, Eyjólfssonar bónda á Ytri-Lyngum í Meðallandi, síðar á Austurlandi, f. 1797, d. 24. janúar 1867, Marteinssonar, og konu Eyjólfs Marteinssonar, Þorgerðar húsfreyju, f. 26. ágúst 1799, Jónsdóttur.
Kona Eyjólfs Eyjólfssonar og móðir Sigurðar bónda á Syðstu-Grund var Þorbjörg frá Háagarði, síðar húsfreyja í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, f. 20. ágúst 1832, d. 24. október 1916, Sigurðar bónda í Háagarði, f. 28. mars 1794, d. 10. febrúar 1833, Magnússonar, og konu hans Bjargar húsfreyju, f. 10. mars 1788, d. 6. janúar 1853, Brynjólfsdóttur.

Móðir Margrétar og kona Sigurðar Eyjólfssonar var Sigurbjörg, þá dóttir húsbænda á Syðstu-Grund, síðar húsfreyja þar, f. 17. desember 1851, d. 14. maí 1942, Guðmundsdóttir bónda í Vallnatúni og Syðstugrundarhjáleigu, f. 12. ágúst 1816, d. 5. nóvember 1886, Gíslasonar bónda í Bjóluhjáleigu í Holtum, Rang, f. 14. maí 1786, d. 2. maí 1858, Gíslasonar, og konu Gísla Gíslasonar, Gunnhildar húsfreyju, skírð 25. júlí 1792, d. 24. september 1848, Þorkelsdóttur.
Móðir Sigurbjargar Guðmundsdóttur og kona Guðmundar Gíslasonar var Margrét húsfreyja og yfirsetukona, f. 14. maí 1822, d. 29. desember 1908, Jónsdóttir bónda í Vallnatúni, f. 17. ágúst 1788, d. 30. mars 1855, Einarssonar, og konu Jóns Einarssonar, Arnbjargar húsfreyju, f. 20. ágúst 1790 í Vallnatúni, d. 16. apríl 1852, Auðunsdóttur.

Börn Sigurðar Eyjólfssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur,- í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Búlandi, Skólavegi 41, síðast í Reykjavík, f. 27. september 1891, d. 22. nóvember 1981.
5. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Margrét var nýfædd með foreldrum sínum á Syðstu-Grund 1880, dóttir bænda þar 1890.
Hún fluttist til Eyja frá Ysta-Skála 1901, var hjú í Juliushaab hjá Gísla Engilbertssyni verslunarstjóra og Ragnhildi Þórarinsdóttur húsfreyju á því ári.
Margrét var vinnukona á Hrauni hjá Jóni Einarssyni bónda og Sólveigu Jónasdóttur húsfreyju 1906, en hafði eignast Kjartan þar 1905 og Ólafur faðir hans var lausamaður með barnið á Bólstað.
Þau voru öll þrjú á Bólstað 1907, 1908 og 1909, hún ,,hans stúlka“.

Þau bjuggu á Hnausum 1910, hún bústýra, giftu sig 1912, eignuðust Sólveigu á Hnausum 1913. Þau bjuggu enn á Hnausum 1916, en voru komin á Þinghól 1917 og bjuggu þar síðan.
Ólafur lést 1942 og Margrét 1970.

I. Maður Margrétar, (30. desember 1912), var Ólafur Auðunsson kaupmaður, bóndi, útgerðarmaður, bæjarfulltrúi, f. 29. maí 1879 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 31. maí 1942.
Börn þeirra:
1. Kjartan Ólafsson útgerðarmaður, f. 23. maí 1905 á Hrauni, d. 19. september 1984.
2. Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja, 23. september 1913 á Hnausum, d. 27. júní 2000.
Fósturbarn hjónanna var
3. Margrét Ólafía Eiríksdóttir frá Dvergasteini, f. 24. febrúar 1921, d. 21. júní 2008. Hún var fósturbarn í Þinghól hjá Margréti móðursystur sinni 1934 og var þar til heimilis 1940.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.