Margrét Magnúsdóttir (Árbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Margrét Ólafía Magnúsdóttir.

Margrét Ólafía Magnúsdóttir frá Árbæ, húsfreyja, matráðskona fæddist 8. janúar 1932 í Njarðvík, Gull. og lést 1. mars 2007 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, sjómaður, matsveinn, heilbrigðisfulltrúi, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962, og kona hans Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902 á Stokkseyri, d. 2. janúar 1992 í Keflavík.

Börn Jónínu Ágústu og Magnúsar Kristjáns:
1. Kristín Magnúsdóttir, tvíburi, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 24. október 1994.
2. Þórunn Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja, verkakona í Neskaupstað, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 15. febrúar 2013.
3. Margrét Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. janúar 1932 í Eyjum, d. 1. mars 2007.
4. Guðni Reykdal Magnússon verkstjóri, umsjónarmaður, f. 28. mars 1935 í Eyjum.
Kjörbarn þeirra, sonur Þórunnar dóttur þeirra, er
5. Magnús Þór Magnússon í Garði, Gull., f. 15. janúar 1947 í Eyjum.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku, á Lundi 1934, í Árbæ, Brekastíg 7a 1940 og enn 1949.
Þau Þórir giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Minni-Núpi, Brekastíg 4, byggðu Heiðarveg 22 og bjuggu þar uns þau fluttust á Selfoss 1959. Margrét hóf þá störf í mötuneyti Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi, þar sem Þórir var húsvörður. Þau eignuðust eitt barn á Selfossi.
Þórir lést 1968.
Margrét hóf sambúð með Matthíasi 1970. Þau bjuggu á Seyðisfirði frá 1972-1974, en fluttu síðan til Eyja árið 1974 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf, í Valhöll, en síðast á Vesturvegi 23b, Bergi.
Matthías lést 2006. Margrét lést á Selfossi 2007.

I. Maður Margrétar, (11. nóvember 1950), var Þórir Jóhannsson frá Höfðahúsi, verkamaður, húsvörður, f. 11. maí 1922, d. 24. nóvember 1968.
Börn þeirra:
1. Jóhann Þórisson, f. 20. febrúar 1950 í Árbæ. Fyrrum kona hans var Kristín Árnadóttir. Sambýliskona Jóhanns er Þórný Kristmannsdóttir.
2. Erlendur Þórisson, f. 15. febrúar 1957 á Minna-Núpi. Kona hans er Harpa Kristinsdóttir.
3. Magnús Þórisson, f. 9. maí 1966 á Selfossi. Barnsmóðir hans er Valgerður Jóhannesdóttir.

II. Sambýlismaður Margrétar var Matthías Ingibergsson frá Sandfelli, skipstjóri, f. 22. janúar 1933, d. 31. október 2006.
Þau voru barnlaus, en hjá þeim fóstraðist um skeið
4. Kristín Unnur Aðalsteinsdóttir og Kristínar systur Margrétar, f. 22. apríl 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.