Margrét Jónsdóttir (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Margrét Jónsdóttir húskona í Túni fæddist 6. apríl 1825 og lést 25. desember 1865.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson eldri á Gjábakka, f. 1789, d. 21. mars 1838, og kona hans, Margrét Vigfúsdóttir húsfreyja, skírð 1795, d. 23. febrúar 1836.

Margrét missti móður sína 11 ára gömul og föður sinn, er hún var 13 ára. Hún ólst upp á Gjábakka hjá Jóni yngri, föðurbróður sínum.
Eftir lát Jóns Sverrissonar var hún m.a. vinnukona í Hjalli 1860 með barnið Sverri Jónsson 3 ára.
Hún lést 1865.

I. Barnsfaðir Margrétar var Erlendur Ingjaldsson sjávarbóndi á Kirkjubæ, f. 1828, d. 12. janúar 1887.
Barnið var
1. Guðrún Erlendsdóttir vinnukona, mormóni, f. 8. júlí 1850, látin í Vesturheimi.

II. Margrét giftist, (19. júní 1856), Jóni Sverrissyni húsmanni í Túni, f. 19. júní 1833 í V-Skaft., d. 10. maí 1859.
Börn Margrétar og Jóns hér:
2. Margrét Jónsdóttir, f. 16. desember 1854, d. 24. desember 1854, dó „af ginklofa að sögn“.
3. Einar Jónsson, f. 11. febrúar 1856, hrapaði úr Flugum 31. júlí 1878.
4. Sverrir Jónsson, f. 6. nóvember 1857. Hann fór til Vesturheims frá Löndum 1892.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.