Margrét Jónsdóttir (Norðurgarði vestri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júní 2019 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júní 2019 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Norðurgarði vestri fæddist að Miðbælisbökkum undir Eyjafjöllum 23. ágúst 1894 og lést 3. júní 1934.

Faðir Margrétar var Jón vinnumaður á Miðbælisbökkum, síðar bóndi á Miðbæli, f. 15. júlí 1859, d. 6. júlí 1937, Einarsson bónda á Minni-Borg og Bakkakoti undir Eyjafjöllum, f. 3. júní 1796, d. 30. janúar 1869, Péturssonar bónda á Fornusöndum og Lambhúshóli undir Eyjafjöllum, f. 1757, d. 7. júlí 1841, Erlendssonar, og konu Péturs, Margrétar húsfreyju á Fornusöndum 1801, f. 1768, d. 25. september 1825, Jónsdóttur.
Móðir Jóns Einarssonar á Miðbæli og síðari kona Einars á Minni-Borg var Margrét húsfreyja í Bakkakoti 1860, f. 7. febrúar 1830 í Pétursey í Mýrdal, d. 16. ágúst 1868, Loftsdóttir bónda í Hjörleifshöfða, f. 22. febrúar 1791, d. 19. apríl 1856, Guðmundssonar, og barnsmóður Lofts, Bjarghildar vinnukonu víða, f. 1800, d. 10. júlí 1856, Oddsdóttur.

Móðir Margrétar í Norðurgarði var Margrét húsfreyja á Miðbæli 1910, f. 15. apríl 1866; var hjá foreldrum sínum á Hærri-Þverá í Fljótshlíð 1870, vinnukona og kona (1889) Jóns Einarssonar vinnumanns á Miðbælisbökkum 1890 með 3 börn sín, húsfreyja í Miðbæli 1910, 15 barna móðir, d. 20. mars 1939, Jónsdóttir; hann býr með móður sinni og konu á Efri-Þverá f. um 1828, Eyjólfssonar bónda á Háu-Þverá, f. 3. október 1787, d. 27. júlí 1851, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Þorbjargar frá Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, f. 5. október 1790, d. 24. desember 1888, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar á Miðbæli og kona Jóns Eyjólfssonar á Hærri-Þverá var Margrét húsfreyja á Miðbælisbökkum, f. 11. maí 1834, d. 28. mars 1912, Ögmundsdóttir bónda í Auraseli í Breiðabólsstaðarsókn, f. 30. október 1803, d. 25. maí 1890, Ögmundssonar, og konu Ögmundar í Auraseli, Guðrúnar húsfreyju, f. 23. apríl 1807, d. 29. júlí 1891, Andrésdóttur.

Börn Jóns Einarssonar bónda í Marbæli og Margrétar Jónsdóttur í Eyjum:
1. Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ, f. 24. júní 1889, d. 4. apríl 1977.
2. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Vestri-Norðurgarði, f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.
3. Kristín Jónsdóttir í Gíslholti, húsfreyja f. 24. mars 1898, d. 19. apríl 1969.
4. Sæmundur Jónsson verkamaður í Oddhól, f. 27. apríl 1902, d. 12. október 1943.
5. Steinunn Jónsdóttir verkakona, vinnukona í Eystri-Norðurgarði og víðar, f. 19. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1976.
6. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Eskihlíð, Skólavegi 36 og víðar, f. 9. mars 1908, d. 14. ágúst 1981.
Uppeldisbróðir systkinanna var
7. Adolf Andersen bóndi á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 5. desember 1913, d. 20. september 1987.
Ömmubróðir systkinanna var
8. Guðmundur Ögmundsson í Borg, bróðir Margrétar Ögmundsdóttur.

Margrét í Norðurgarði var uppeldisdóttir á Miðbælisbökkum 1901 og fluttist til Eyja 1919. Hún var vinnukona hjá Sveini Jónssyni og konu hans Kristínu Þorleifsdóttur á Landamótum 1920, húsfreyja á Seljalandi við giftingu 1923, síðan húsfreyja í Norðurgarði. Eftir lát Sigurðar 1929 var hún verkakona, leigjandi á Landagötu 20, Gíslholti 1930 með börnin. Hún lést 3. júní 1934.

ctr
Sigurður og Margrét kona hans með börnin Ástu og Árna.

I. Maður Margrétar, (3. nóvember 1923), var Sigurður Einarsson í Norðurgarði vestri, fæddur 6. júlí 1895, dáinn 1. júní 1929, hrapaði í Geirfuglaskeri.

Börn Sigurðar og Margrétar:
1. Andvana stúlka, f. 6. nóvember 1922.
2. Ásta Margrét Sigurðardóttir, fædd 25. september 1924, d. 19. nóvember 1995, síðast ræstitæknir í Reykjavík.
3. Einar Árni Sigurðsson, f. 5. september 1927 í Gíslholti, d. 27. janúar 2003.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.