„Margrét Jónsdóttir (Hilmisgötu 13)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Systur Margrétar í Eyjum voru:<br>
Systur Margrétar í Eyjum voru:<br>
1. [[Sigríður Jónsdóttir (Bjarma)|Þorgerðar ''Sigríðar'' Jónsdóttur]] húsfreyja í [[Bjarmi|Bjarma]], f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.<br>
1. [[Sigríður Jónsdóttir (Bjarma)|Þorgerðar ''Sigríðar'' Jónsdóttur]] húsfreyja í [[Bjarmi|Bjarma]], f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.<br>
2. [[Ásta Jónsdóttir (Kirkjubæjarbraut)|Sigurbjög ''Ásta'' Jónsdóttir]] húsfreyja á [[Kirkjubæjarbraut|Kirkubæjarbraut 7]], f. 1. nóvember 1926.<br>
2. [[Ásta Jónsdóttir (Kirkjubæjarbraut 7)|Sigurbjög ''Ásta'' Jónsdóttir]] húsfreyja á [[Kirkjubæjarbraut|Kirkubæjarbraut 7]], f. 1. nóvember 1926.<br>


Margrét Anna var með foreldrum sínum á Hlíðarenda á Ísafirði í bernsku, en móðir hennar dó, er hún var tæpra 10 ára. Guðrún Kristjánsdóttir móðursystir hennar tók við heimilinu og fóstraði börnin.<br>
Margrét Anna var með foreldrum sínum á Hlíðarenda á Ísafirði í bernsku, en móðir hennar dó, er hún var tæpra 10 ára. Guðrún Kristjánsdóttir móðursystir hennar tók við heimilinu og fóstraði börnin.<br>

Útgáfa síðunnar 7. ágúst 2020 kl. 13:36

Margrét Anna Jónsdóttir.

Margrét Anna Jónsdóttir húsfreyja á Hilmisgötu 13, síðar í Kópavogi fæddist 20. júlí 1925 og lést 27. september 2016.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson verkstjóri á Ísafirði, f. 18. maí 1889, d. 3. febrúar 1970, og kona hans Þorgerður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1888, d. 5. apríl 1935.

Systur Margrétar í Eyjum voru:
1. Þorgerðar Sigríðar Jónsdóttur húsfreyja í Bjarma, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.
2. Sigurbjög Ásta Jónsdóttir húsfreyja á Kirkubæjarbraut 7, f. 1. nóvember 1926.

Margrét Anna var með foreldrum sínum á Hlíðarenda á Ísafirði í bernsku, en móðir hennar dó, er hún var tæpra 10 ára. Guðrún Kristjánsdóttir móðursystir hennar tók við heimilinu og fóstraði börnin.
Margrét vann við búsýslu föður síns, heyskap á Hlíðarenda og saltfiskverkun og vann í Félagsbakaríinu. Þá vann hún við síldarvinnslu á Siglufirði.
Hún fluttist til Þorgerðar Sigríðar systur sinnar í Eyjum, vann í Efnalauginni Straumi hjá Sigurði Gunnsteinssyni.
Þau Sigurður giftu sig 1950, byggðu húsið númer 13 við Hilmisgötu og bjuggu þar uns þau fluttust til Kópavogs 1958.
Þau eignuðust tvö börn í Eyjum og tvö eftir flutninginn Suður.
Sigurður lést 2008 og Margrét Anna 2016.

Maður Margrétar Önnu, (24. desember 1950), var Sigurður Gunnsteinsson frá Stafholti, framkvæmdastjóri, stöðvarstjóri, f. 4. febrúar 1925, d. 1. mars 2008.
Börn þeirra:
1. Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri, bæjarfulltrúi, bæjarstjóri í Kópvogi, f. 26. ágúst 1950. Kona hans er Dýrleif Egilsdóttir húsfreyja, námsráðgjafi, f. 4. apríl 1953.
2. Þorgerður Ester Sigurðardóttir húsfreyja, markaðsstjóri, f. 24. júní 1953 að Hilmisgötu 13. Maður hennar er Einar Ólafsson forstjóri, f. 29. febrúar 1956.
3. Jón Grétar Sigurðsson flugvirki, flugmaður, f. 5. janúar 1959 að Lindarvegi 7 í Kópavogi. Kona hans er Sveinbjörg Eggertsdóttir húsfreyja, fjármálastjóri, f. 18. nóvember 1956.
4. Anna Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 1. febrúar 1966. Maður hennar er Guðni Einarsson rafeindavirki, forstjóri, f. 14. maí 1969.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. október 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.