Margrét Jónsdóttir (Bergstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2020 kl. 20:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2020 kl. 20:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Margrét Guðbjörg Jónsdóttir''' frá Bergstöðum, húsfreyja fæddist þar 9. febrúar 1913 og lést 1. febrúar 1981.<br> Foreldrar hennar voru Jón Hafli...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Guðbjörg Jónsdóttir frá Bergstöðum, húsfreyja fæddist þar 9. febrúar 1913 og lést 1. febrúar 1981.
Foreldrar hennar voru Jón Hafliðason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 2. febrúar 1887, d. 13. júlí 1972, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 3. september 1883, d. 16. júlí 1970.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Stefán Matthías Þorsteinn Jónsson sjómaður, farmaður, iðnverkamaður, verslunarmaður bjó á Seltjarnarnesi, f. 22. febrúar 1911 á Bergstöðum, d. 11. apríl 1974.
2. Margrét Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1913 á Bergstöðum, d. 1. febrúar 1981.
3. Borgþór Hafsteinn Jónsson veðurfræðingur, f. 9. apríl 1924 á Bergstöðum, d. 12. nóvember 2002.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti til Reykjavíkur, giftist Bjarna 1934. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu lengst í Faxaskjóli 12.
Margrét lést 1981 og Bjarni 1993.

I. Maður Margrétar Guðbjargar, (1934), var Bjarni Jónsson bankamaður, deildarstjóri, f. 7. október 1906 á Stokkseyri, d. 11. nóvember 1993. Foreldrar hans voru Jón Adolfsson í Sandprýði, á Kalastöðum, síðan í Vestri-Móhúsum á Stokkseyri, formaður, kaupmaður, oddviti, f. 31. maí 1871, d. 9. júní 1945, og kona hans Þórdís Bjarnadóttir frá Götu á Stokkseyri, húsfreyja, f. 17. janúar 1875, d. 5. apríl 1961.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Adolf Bjarnason verslunarmaður, f. 7. mars 1935. Kona hans Ásta Jóhannesdóttir.
2. Kristinn Þór Bjarnason bankamaður, útibússtjóri, f. 24. desember 1940. Fyrrum kona hans Solveig Kristjánsdóttir. Sambúðarkona hans Kristín Pálmadóttir.
3. Bjarni Grétar Bjarnason skrifstofumaður, f. 2. maí 1949. Kona hans Sigrún Gunnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Afkomendur.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.