Margrét Guðmundsdóttir eldri (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Margrét Guðmundsdóttir eldri, húsfreyja í Dölum fæddist 1787 á Kanastöðum í A-Landeyjum og lést 14. nóvember 1848.

Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Kanastöðum, Bryggjum og Bakkahjáleigu þar, síðast í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ, Ólafsson bónda í Hallgeirsey, f. 1727, Ólafssonar bónda í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum, f. 1695, Snorrasonar, og konu Ólafs Snorrasonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1687, Bjarnhéðinsdóttur.
Móðir Guðmundar og kona Ólafs í Hallgeirsey var Ingunn húsfreyja, f. 1733, Gunnarsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1697, d. 27. október 1768, Helgasonar bónda í Eystra-Fíflholti þar, f. 1662, Erlendssonar, og konu Helga, Ingunnar húsfreyju, f. 1662, Gunnarsdóttur.

Móðir Margrétar í Dölum og fyrri kona Guðmundar á Kanastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1763 í Eyjum, d. 19. maí 1810, Jónsdóttir.
Ætt hennar er ókunn.

Systkini Margrétar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829, gift Steini Guðmundssyni tómthúsmanni.
2. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841, gift Ólafi Björnssyni bónda.
3. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, kvæntur fyrr Helgu Ólafsdóttur húsfreyju, síðar Guðrúnu Pálsdóttur.
4. Emerentíana Guðmundsdóttir húsfreyja í Gularási í A-Landeyjum og víðar, f. 30. janúar 1799, d. 30. maí 1866. Hún var vinnukona í Kornhól í Eyjum 1822.
Hálfsystkini þeirra í Eyjum voru:
5. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794.
6. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Dölum, f. 19. júlí 1814, d. 29. júlí 1842.
7. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 24. september 1816 í Eyjum. Mun hafa dáið ung; (dánarskrár 1816 skortir).

Margrét var á Bryggjum 1801, var á Gjábakka 1811, húsfreyja í Garðsfjósi 1813 með Jóni og barninu Guðmundi á fyrsta ári, orðin húsfreyja í Dölum 1815, þar með Jóni og börnunum Guðmundi og Einari. Hún missti Jón fyrri mann sinn 1834 í Þurfalingsslysini.
Hún lést 1848.

Margrét var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Helgason bóndi í Dölum, f. 1780 í Efri-Vík í Landbroti, d. 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu.
Börn þeirra hér:
1. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22. október 1811, d. 29. október 1811 úr „barnaveikleika“.
2. Guðmundur Jónsson, f. 16. nóvember 1813 í Kornhól, d. 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu.
3. Einar Jónsson, f. 13. maí 1815, d. 13. mars 1894.
4. Jón Jónsson, f. 21. desember 1818, d. 26. desember 1818 úr ginklofa.
5. Helgi Jónsson, f. 4. maí 1821, d. 15. maí 1821 úr ginklofa.
6. Margrét Jónsdóttir, f. 8. maí 1824, d. 15. maí 1824 úr ginklofa.

II. Síðari maður Margrétar, (30. desember 1835), var Einar Jónsson bóndi, f. 1806 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 26. nóvember 1852.
Þau Einar voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.