Margrét Brynjólfsdóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2015 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2015 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Brynjólfsdóttir húsfreyja á Miðhúsum fæddist 20. október 1852 og lést 25. október 1927.
Faðir hennar var Brynjólfur bóndi og formaður í Norðurgarði, f. 11. nóvember 1824, d. 4. júní 1874, Halldórsson bónda í Skíðbakkahjáleigu og Kúfhóli í A-Landeyjum, f. 5. desember 1793 í Miðkoti í V-Landeyjum, d. 5. júní 1826 í Kúfhóli, Guðmundssonar bónda í Miðkoti, f. 1759, d. 21. júlí 1845, Einarssonar, og fyrri konu Guðmundar í Miðkoti, Marínar húsfreyju, f. 1765, d. 11. nóvember 1815, Halldórsdóttur.
Móðir Brynjólfs í Norðurgarði og fyrri kona (11. júlí 1818) Halldórs í Kúfhóli var Salvör húsfreyja í Skíðbakkahjáleigu og Kúfhóli, f. 10. ágúst 1795 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 5. ágúst 1839, Brynjólfsdóttir bónda í Skipagerði, f. 1734, d. 20. janúar 1803, Guðmundssonar, og síðari konu Brynjólfs, Sigríðar húsfreyju, f. 1761, d. 21. nóvember 1839, Ögmundsdóttur (Ásgarðsætt í Grímsnesi).

Móðir Margrétar á Miðhúsum og kona (1880) Brynjólfs í Norðurgarði var Jórunn húsfreyja, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879, Guðmundsdóttir bónda í Norðurgarði, f. 17. október 1790, d. 18. ágúst 1846, Eyjólfssonar bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (nú Hólavatn) í A-Landeyjum, f. 1768, d. 26. nóvember 1838, Guðmundssonar, og konu Eyjólfs, Elínar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 1767 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 7. maí 1855, Ísleifsdóttur.
Móðir Jórunnar í Norðurgarði og kona Guðmundar var Guðrún húsfreyja, f. 1798, Jónsdóttir bónda á Brekkum í Hvolhreppi, f. 1762, d. 12. febrúar 1842, Þorbjörnssonar, og konu Jóns á Brekkum Vilborgar húsfreyju, f. 1763, d. 14. febrúar 1843, Jónsdóttur.

Margrét var með foreldrum sínum í Norðurgarði 1860 og 1870, gift húsfreyja á Miðhúsum 1890, 1910 og 1920.
Systkini Margrétar voru:
1. Rannveig, húsfreyja, f. 27. september 1853, d. 5. október 1922, giftist Magnúsi Pálssyni í Reykjavík.
2. Þórður, f. 1862, fór til Vesturheims.
3. Magnús, f. 17. desember 1864. Hann fór til Vesturheims.
4. Salvör, f. 11. janúar 1866, d. 11. júlí 1900, húsfreyja í Reykjavík, giftist Ólafi Sveinssyni. Sonur þeirra var Kjartan Ólafsson, f. 17. september 1894, d. 3. ágúst 1960, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, faðir Jóns verkalýðsforingja. Kjartan ólst upp hjá Margréti móðursystur sinni á Miðhúsum frá árinu 1898.
5. Guðbjörg, f. 2. apríl 1867, d. 25. apríl 1944. Hún var vinnukona á Akureyri 1890, síðar búsett í Reykjavík.
6. Halldór, sem varð blindur og kallaður Halldór blindi, f. 12. janúar 1873, d. 28. janúar 1948. Hann kvæntist Kristínu Vigfúsdóttur af Rangárvöllum, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1836. Þau bjuggu í Sjávargötu, síðar í Hafnarfirði.

I. Maður Margrétar (16. október 1880) var Hannes formaður, hafnarvörður og lóðs, f. 21. nóvember 1852, d. 31. júlí 1937, Jónsson.
Börn Hannesar og Margrétar voru:
1. Brynjólfur Hannesson, f. 1. júlí 1882, d. 24. júlí 1882 úr mislingum.
2. Brynjólfur Jóhannes Hannesson útgerðarmaður og utanbúðarmaður, f. 2. júlí 1884, d. 3. febrúar 1919, kvæntur (1910) Guðrúnu Jónsdóttur húsfreyju, f. 30. júlí 1874, d. 7. september 1911.
3. Jórunn húsfreyja á Vesturhúsum, f. 30. september 1879, d. 24. apríl 1955, gift (1903) Magnúsi Guðmundssyni formanni og útgerðarmanni.
4. Hjörtrós húsfreyja á Miðhúsum, f. 20. febrúar 1888, d. 16. mars 1926, fyrri kona Tómasar Guðjónssonar útgerðarmanns og kaupmanns frá Sjólyst, síðar á Miðhúsum og í Höfn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.