Margrét Þorgeirsdóttir (Skel)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir frá Skel við Sjómannasund 4, húsfreyja fæddist þar 18. janúar 1921 og lést 19. júní 1990.
Foreldrar hennar voru Þorgeir Eiríksson formaður, f. 5. ágúst 1886 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Ingveldur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1884 á Eyrarbakka, d. 15. september 1936.

Börn Þorgeirs og Ingveldar voru:
1. Hafsteinn Frímann Þorgeirsson, f. 18. maí 1914 á Bólstað, d. 4. júlí 1931.
2. Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hamri, f. 18. janúar 1921 í Skel, d. 19. júní 1990.
3. Guðfinnur Þorgeirsson sjómaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1926 í Skel, d. 22. mars 2012.
Börn Þorgeirs og Unu Jónsdóttur og hálfsystkini Guðfinns voru:
4. Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, f. 5. september 1906 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 5. júlí 1930. Hún var fyrri kona Magnúsar Jónssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður, verkamaður í Eyjum og húsvörður í Reykjavík, f. 8. júlí 1901, d. 3. júlí 1986.
5. Ástríður Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hrafnabjörgum, f. 19. september 1908 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 28. júní 1929.
6. Sigurbjörg Þorgeirsdóttir, f. 30. desember 1912 í Eyjum, d. 16. maí 1928.
Barn Ingveldar móður Margrétar var
7. Hjálmtýr Róbert Brandsson sjómaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1908, d. 17. mars 1932. Hann var ættleiddur.

Margrét var með foreldrum sínum í Skel í æsku, síðar með þeim á Hamri við Skólaveg 33.
Þau Skarphéðinn giftu sig 1942, eignuðust eitt barn og fóstruðu annað. Þau bjuggu á Hamri í fyrstu, en byggðu á Bröttugötu 13 og bjuggu þar frá 1958.
Skarphéðinn lést 1971. Margrét bjó síðast á Foldahrauni 40. Hún lést 1990.

I. Maður Gunnarínu Margrétar, (6. júní 1942), var Skarphéðinn Vilmundarson flugumferðarstjóri, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
Börn þeirra:
1. Yngvi Geir Skarphéðinsson skipstjóri, f. 18. október 1948. Kona hans Erla Fanný Sigþórsdóttir.
2. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, síðan starfsmaður hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, f. 18. nóvember 1956. Hún var fósturbarn þeirra, bróðurbarn Margrétar. Maður hennar Óðinn Haraldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.