María Kristjánsdóttir (Reykjadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

María Þuríður Kristjánsdóttir frá Reykjadal, húsfreyja, saumakona fæddist 30. apríl 1908 í Ási við Kirkjuveg og lést 21. desember 1992.
Foreldrar hennar voru Kristján Þórðarson frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, útgerðarmaður, sjómaður, verkamaður, f. 2. júní 1876, d. 16. janúar 1966, og kona hans Guðný Elíasdóttir frá Klömbru u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. október 1881, d. 18. júní 1962.

Börn Guðnýjar og Kristjáns voru:
1. Guðjón Ingólfur Kristjánsson nuddari, f. 31. október 1902 í Reykjavík, d. 7. desember 1984.
2. Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962.
3. María Þuríður Kristjánsdóttir, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.
4. Anna Magnúsína Þóra Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1910 í Ási, d. 5. nóvember 1995.
5. Jóna Lovísa Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1911 í Ási, d. 20. apríl 1912.
6. Jóhann Ármann Kristjánsson matsveinn, vélstjóri, mælaálestrarmaður, f. 29. desember 1915 í Skipholti, d. 6. desember 2002.
7. Einar Elías Kristjánsson, f. 19. febrúar 1919 í Skipholti, d. 4. janúar 2011.

María var með foreldrum sínum í æsku.
Hún giftist Sigurjóni 1927 og fluttist með honum til Ólafsfjarðar. Þar eignuðust þau þrjú börn, en misstu eitt þeirra 7 mánaða gamalt.
Þau fluttust til Eyja 1935, eignuðust Jón Ármann 1940.
Fjölskyldan bjó í Reykjadal, en 1958 keyptu þau húsið að Kirkjuvegi 70B og bjuggu þar til Goss.
Þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu á Kleppsvegi 32.
Sigurjón lést 1978.
María fluttist til Eyja og dvaldi á Hraunbúðum.
Hún lést 1992.

Maður Maríu, (14. maí 1927), var Sigurjón Jónsson sjómaður, vélstjóri, formaður, útgerðarmaður, f. 2. janúar 1903 á Brimnesi í Ólafsfirði, d. 9. apríl 1978.
Börn þeirra:
1. Kristján Guðni Sigurjónsson, f. 1. febrúar 1928, d. sama ár.
2. Guðfinnur Sigurjónsson verkamaður í Keflavík, f. 26. september 1929 í Ólafsfirði, d. 23. maí 1994. Kona hans var Helga Árnadóttir Bachmann.
3. Kristján Guðni Sigurjónsson, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, fiskverkandi í Eyjum, f. 3. ágúst 1931 í Ólafsfirði, d. 15. desember 1983. Kona hans var Sigurveig Margrét Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja.
4. Jón Ármann Sigurjónsson vélstjóri, netagerðarmeistari, f. 15. desember 1940 í Reykjadal við Brekastíg. Kona hans er Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, bókhaldari.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. janúar 1992. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.