Magnús Þór Jónasson (Grundarbrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnús Þór Jónasson (Grundarbrekku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Þór Jónasson.

Magnús Þór Jónasson frá Grundarbrekku, bókhaldari, kaupmaður, framkvæmdastjóri fæddist 4. maí 1947 og lést 24. apríl 2019.
Foreldrar hans voru Jónas Guðmundsson frá Refsstöðum í A-Hún., sjómaður, verkamaður, verslunarmaður, f. 9. mars 1886, d. 20. febrúar 1979, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir frá Grundarbrekku, húsfreyja, f. þar 27. júlí 1906, d. 20. maí 1987.

Börn Guðrúnar og Jónasar:
1. Jóhanna Jónasdóttir, f. 15. júlí 1931, d. 2. október 1938.
2. Jóhann Hilmar Jónasson bifreiðastjóri á Bifreiðastöð Vestmannaeyja og hjá Vestmannaeyjabæ, f. 14. apríl 1934, d. 16. mars 2016. Kona hans Ester Árnadóttir.
3. Einar Guðni Jónasson múrari, f. 24. nóvember 1938. Kona hans er Halldóra Traustadóttir.
4. Jóhann Jónasson verkamaður, bæjarstarfsmaður, f. 5. maí 1940. Ókvæntur.
5. Sigurbjörg Jónasdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. febrúar 1942. Maður hennar er Viðar Óskarsson.
6. Magnús Þór Jónasson bókhaldari, kaupmaður, framkvæmdastjóri, f. 4. maí 1947, d. 24. apríl 2019. Kona hans var Guðfinna Óskarsdóttir.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1965.
Hann vann við bókhald hjá Bænum, en stofnaði verslunina Eyjakjör með Sigurði Jónssyni 1969 og rak hana til Goss.
Eftir Gos varð hann framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvarinnar og gegndi því starfi um skeið, en fluttist til Reykjavíkur þar sem hann starfaði hjá Sjónvarpsmiðstöðinni um eins árs skeið.
Þá lá leiðin til Eyja og varð Magnús Þór framkvæmdastjóri Herjólfs hf. Að síðustu var hann framkvæmdastjóri dvalarheimilisins Hraunbúða og því starfi gegndi hann til 2015. Þá fluttist hann til Reykjavíkur
Magnús var formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Eyjum, 1975-1978, en 1979 tók hann við formennsku í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í eitt ár og aftur 1986-1989 og loks 2000-2004. Magnús var ábyrgðarmaður Fylkis 1978-1982 og 2000-2003. Þá var Magnús formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja 1995-2001 og aftur 2003-2007, en þá voru sjálfstæðisfélögin í Eyjum, Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló og Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja, sameinuð undir nafni þess síðarnefnda.
Þá var Magnús Þór félagi í Lúðrasveit Vestmannaeyja og ýmsum félagasamtökum.
Þau Guðfinna giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Grænuhlíð 9 til Goss, en byggðu húsið að Höfðavegi 28 eftir Gos og bjuggu þar.
Guðfinna lést 2009.
Magnús fluttist til Reykjavíkur 2015. Hann bjó að síðustu að Dúfnahólum 2 í Reykjavík.
Magnús Þór lést í sumarbústað uppi í Borgarfirði 2019.

I. Kona Magnúsar Þórs, (20. maí 1972), var Guðfinna Óskarsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 18. desember 1946, d. 20. maí 2009.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Magnússon vélvirki á Bílaverkstæði Muggs í Eyjum, býr á Grundarbrekku, f. 18. maí 1974, ókvæntur.
2. Elín Ósk Magnúsdóttir starfsmaður hjá dvalarheimilinu Hraunbúðum, býr nú á Foldahrauni 37f, f. 23. september 1975, ógift.
3. Sævar Þór Magnússon, Dúfnahólum 2 í Reykjavík, flutningabílstjóri hjá Samskipum, f. 31. júlí 1984, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.