Magnús Ágústsson (Aðalbóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2022 kl. 19:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2022 kl. 19:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnús Ágústsson (Aðalbóli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Þórður Ágústsson.

Magnús Þórður Ágústsson frá Aðalbóli, bifreiðastjóri fæddist 7. júlí 1921 og lést 17. júlí 1986.
Foreldrar hans voru Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977, og kona hans Viktoría Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1897, d. 12. janúar 1995.

Börn Viktoríu og Ágústs:
1. Betsý Gíslína Ágústsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.
2. Magnús Þórður Ágústsson bifreiðastjóri, f. 7. maí 1921, d. 17. júlí 1986.
3. Guðmundur Siggeir Ágústsson verslunarmaður, f. 25. október 1922, d. 17. október 2006.
4. Elín Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925.
5. Esther Ágústsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, f. 30. september 1928, d. 31. júlí 1967.
6. Viktoría Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, starfsmaður á bókasafni, útgerðarmaður, f. 9. október 1937 á Aðalbóli, d. 4. apríl 2020.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann ýmis verkamannastörf og var sjómaður á síldveiðum og í fiskflutningum til Bretlands á stríðsárunum.
Magnús hóf störf á Bifreiðastöð Vestmannaeyja 1950 og vann við vörubílaakstur í hálfan fjórða áratug. Hann var einn þeirra bifreiðastjóra, sem kallaðir voru út í Eyjar til björgunarstarfa, þegar eldgosið stóð yfir, og síðan tók hann þátt í endurreisnarstarfinu.
Þau Guðrún giftu sig 1951, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 9, byggðu hús við Kirkjubæjarbraut 5 og bjuggu þar til Goss 1973. Þau keyptu húsið við Brimhólabraut 2 og þar bjuggu þau síðast.
Guðrún lést 1978 og Magnús Þórður 1986.

I. Kona Magnúsar Þórðar, (1. desember 1951), var Guðrún Ólafsdóttir frá Flateyri við Önundarfjörð, ljósmóðir, f. þar 8. ágúst 1920, d. 22. maí 1978 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Valgerður Ólöf Magnúsdóttir ljósmóðir í Eyjum, f. 23. marz 1953. Maður hennar Haraldur Júlíusson.
2. Magnús Rúnar rafvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur, f. 29. júlí 1956, ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.