Magnús Pétursson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Pétursson.

Guðlaugur Magnús Pétursson frá Kirkjubæ, bóndi, starfsmaður Landgræðslunnar fæddist 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ og lést 1. febrúar 2017 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu.
Foreldrar hans voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og fyrri kona hans Guðrún Rannveig Guðjónsdóttir húsfreyja frá Tóarseli í Breiðdal, f. 17. apríl 1905, d. 18. október 1938.
Stjúpmóðir Magnúsar var Lilja Sigfúsdóttir húsfreyja, síðari kona Péturs, f. 17. október 2017, d. 15. október 1990.

Börn Guðrúnar og Péturs:
1. Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug Pétursdóttir, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón Pétursson, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.
Börn Péturs og Lilju Sigfúsdóttur:
6. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10. desember 1939, d. 19. maí 2015.
7. Árni Pétursson, f. 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
8. Brynja Pétursdóttir, f. 16. ágúst1946.
9. Herbjört Pétursdóttir, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.

Magnús var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hans lést, er hann var á áttunda árinu. Hann var síðan með föður sínum og Lilju síðari konu hans.
Magnús sá um skepnuhaldið á búi föður síns. Hann gerðist bóndi í Norðurbænum á Kirkjubæ, þegar Sigurður Gottskálksson bóndi þar lést 1955 og þau Þórdís bjuggu þar stórbúi á mælikvarða tímans, meðan vært var, en fluttust til Lands í Gosinu 1973.
Þau settust að á Rangárvöllum og Magnús varð starfsmaður Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Þau Þórdís bjuggu í fyrstu á Geldingalæk, reistu síðan hús skammt fyrir neðan bæjarstæði Gunnarsholts, fluttu í það 1977 og nefndu Norðurbæ.
Magnús vann aðallega við smíðar á vegum Landgræðslunnar. Hann starfaði mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þau Þórdís giftu sig 1955, eignuðust fimm börn og Magnús fóstraði Guðmund Rafn, son Þórdísar.
Magnús dvaldi að síðustu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu.
Hann lést 2017.

I. Kona Magnúsar, (25. desember 1955), er Þórdís Guðmundsdóttir frá Háagarði, húsfreyja, f. 27. ágúst 1931.
Börn þeirra:
1. Guðrún Bára Magnúsdóttir, f. 13. apríl 1955 í Háagarði. Maður hennar var Steindór Árnason, látinn.
2. Pétur Magnússon, f. 10. desember 1956 í Norðurbænum á Kirkjubæ. Kona hans Guðfinna Sigríður Antonsdóttir.
3. Þorbjörn Helgi Magnússon, f. 11. janúar 1958. Kona hans Erna Adolfsdóttir.
4. Einar Magnússon, f. 14. desember 1962. Kona hans Snæbjört Ýr Einarsdóttir
5. Laufey Magnúsdóttir, f. 19. mars 1964. Fyrrum maður hennar Snorri Gíslason. Sambúðarmaður hennar Bjarni Jónasson.
Barn Þórdísar og fósturbarn Magnúsar:
6. Guðmundur Rafn Gunnarsson, f. 28. janúar 1952 í Háagarði. Kona hans Guðrún Björnsdóttir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 8. febrúar 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.