Magnús Magnússon (Bjarmalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Magnús Magnússon


Magnús Magnússon, Bjarmalandi, fæddist 6. október 1882 í Rauðasandshreppi og lést þann 22. október árið 1961. Magnús fór til Vestmannaeyja árið 1909 og varð fyrst vélamaður á Dagmar. Árið 1918 var Magnús formaður með Báru í eina vertíð. Eftir það er Magnús vélamaður á ýmsum bátum allt til ársins 1926 þegar hann ræðst í að byggja dráttarbraut. Þar byggði Magnús tvo 23 lesta báta auk þess sem hann gerði við báta til ársins 1942. Þá seldi Magnús fyrirtækið.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Magnús Magnússon.

Magnús Magnússon skipasmiður og bæjarfulltrúi, f. 6. okt. 1882 að Geitagili í Rauðasandshreppi, Barðastrandarsýslu, d. 22. október 1961.
For.: Magnús Sigurðsson bóndi á Láganúpi í Rauðasandshreppi, f. 28. maí 1842 og k.h. Þórdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 1838.
Magnús lærði trésmíðar í Reykjavík og skipasmíðar í Danmörku á fyrsta áratug 20. aldar. Hann fluttist til Eyja 1911 og rak bátaiðnað í slippnum, sem síðar varð slippur Ársæls Sveinssonar.
Hann sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1930-34.
Árið 1916 var hann búsettur í Dvergasteini, á Bjarmalandi frá 1922.
Í kreppunni 1929 komst hann í fjárhagsþrot. Þau fluttust til Reykjavíkur 1942 og bjuggu lengst af að Laugavegi 86.

Sambýliskona Magnúsar var Oddný Erlendsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1883 að Skíðabakka í A-Landeyjum, d. 9. ágúst 1969.
Börn þeirra:
1. Hulda Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja Magnúsdóttir, húsfreyja, saumakona, gangavörður, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, býr í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís Magnúsdóttir vinnukona í Reykjavík, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur Magnússon verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört Magnúsdóttir húsfreyja, gangavörður í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra.
10. Fanney Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.