Magnús Kristjánsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Magnús Kristjánsson

Magnús Kristjánsson fæddist á Skarðstrandardal 14. ágúst 1929. Hann fluttist til Vestmannaeyja 1950. Kona hans var Sigríður Ólafsdóttir frá Sólheimum, ævinlega kennd við heimili sitt og kölluð Sigga sól. Magnús hlaut viðurnefni í sama stíl og var kallaður Maggi máni.

Þau hjón ráku vefnaðarvöruverslun við Bárustíg er hét Verslun Sigríðar Ólafsdóttur en búðin var oftast kölluð „Hjá Siggu sól“.

Þau bjuggu á Sólheimum.