Magnús Jónsson (Seljavöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Jónsson.

Magnús Jónsson frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, vélstjóri fæddist þar 7. ágúst 1909 og lést 12. desember 1988.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Lambafelli, bóndi á Seljavöllum, f. 11. september 1866, d. 23. maí 1936, og síðari kona hans Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1874, d. 3. mars 1963.

Nokkrir afkomendur Jóns Jónssonar bónda á Seljavöllum ok kvenna hans Ragnhildar Sigurðardóttur og Sigríðar Magnúsdóttur.
a) Guðjón Jónsson vélsmíðameistari í Magna, f. 22. febrúar 1891. Móðir Ragnhildur.
b) Sigurður Jónsson vélsmiður, síðar í Reykjavík, f. 7. desember 1897, d. 16. apríl 1960. Móðir hans Ragnhildur. Kona hans Stefanía Jóhannsdóttir.
c) Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja á Faxastíg 8a, f. 8. apríl 1905 á Seljavöllum, d. 14. mars 1987. Móðir hennar Sigríður. Hún var kona Kjartans Jónssonar sjómanns, vélsmiðs.
d) Magnús Jónsson vélstjóri á Hásteinsvegi 58, f. 17. ágúst 1909, d. 12. desember 1988, sonur Sigríðar. Kona hans var Lilja Sigurðardóttir.
e) Vigfús Jónsson vélsmíðameistari, f. 11. apríl 1913, d. 22. desember 1970, sonur Sigríðar. Kona hans Salóme Gísladóttir.
f) Ásta Gréta Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1916, d. 6. ágúst 1945. Móðir hennar Sigríður. Maður hennar Samúel Ingvarsson.
Stjúpsonur Jóns á Seljavöllum og sonur Sigríðar Magnúsdóttur var
g) Jón Ólafur Eymundsson Jónsson rennismiður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 12. nóvember 1901, d. 9. september 1985.

Nokkrir bræður Jóns á Seljavöllum og nokkrir afkomendur þeirra hér nefndir voru:
1. Sveinn Jónsson bóndi í Selkoti, f. 7. október 1874, d. 15. janúar 1920, og kona hans Valgerður Anna Tómasdóttir, foreldrar Selkotsbræðra:
a) Guðjóns,
b) Hjörleifs,
c) Tómasar og
d) Sigfúsar Sveinssona.
2. Ólafur Jónsson bóndi í Skarðshlíð, f. 23. janúar 1865, d. 14. júní 1927, kvæntur Önnu Skæringsdóttur. Þau voru foreldrar
a) Skærings Ólafsson bónda í Skarðshlíð, síðar í Eyjum, f. 7. desember 1890, d. 28. júlí 1984.
b) Guðlaugar Ólafsdóttur húsfreyju í Fagurhól, f. 3. júní 1889, d. 27. október 1970. Maður hennar var Markús Sæmundsson.
c) Jóns Ólafssonar útgerðarmanns á Hólmi, f. 7. mars 1892, d. 21. desember 1946, kvæntur Stefaníu Einarsdóttur og Guðrúnu Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.
3. Vigfús Jónsson bóndi á Raufarfelli, f. 30. nóvember 1861, d. 10. desember 1894. Kona hans Kristín Brandsdóttir. Þau voru foreldrar
a) Ólafs Vigfússonar skipstjóra í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974. Kona hans Kristín Jónsdóttir.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku. Hann stundaði sjómennsku, leigði í Uppsölum 1930, var sjómaður á Faxastíg 8a 1940, var lengi vélstjóri á Helga VE 333 og síðan Helga Helgasyni VE 343. Hann var vélamaður hjá Fiskiðjunni í þrjátíu ár.
Þau Lilja giftu sig 1945, eignuðust þrjú börn og ólu upp Guðnýju dóttur Lilju. Þau bjuggu í Pétursborg 1945, byggðu húsið við Hásteinsveg 58 1947 og bjuggu þar enn 1979, en fluttu á Eyjahraun 7 og bjuggu þar.
Magnús lést 1988 og Lilja 1989.

I. Kona Magnúsar, (20. júlí 1945), var Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir frá Pétursborg, húsfreyja, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.
Börn þeirra:
1. Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1945 í Pétursborg. Maður hennar Bragi Steingrímsson.
2. Arngrímur Magnússon rafvirkjameistari, f. 24. september 1950 á Hásteinsvegi 58. Kona hans Þóra Hjördís Egilsdóttir.
3. Sigurður Ingibergur Magnússon menntaskólanemi, f. 15. september 1956 að Hásteinsvegi 58, d. 25. september 1976.
Dóttir Lilju og fósturdóttir Magnúsar:
4. Guðný Steinsdóttir, f. 23. mars 1938 í Pétursborg. Maður hennar Ríkharður Sighvatsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. janúar 1988. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.