Magnús Jóhannsson (Hrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Jóhannsson.

Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, rithöfundur, sjómaður, verkamaður fæddist 28. desember 1921 og lést 26. júní 1987.
Faðir Magnúsar var Jóhann Magnús Magnússon bóndi í Hafnarnesi í Stöðvarsókn í Stöðvarfirði, f. 24. desember 1890, d. 20. desember 1969, Magnússon, frá Færeyjum, sjávarbónda í Hafnarnesi 1890, f. 21. september 1853, d. 12. febrúar 1924, Andréssonar (Andreas), f. 19. febrúar 1818, d. 28. janúar 1882, Magnússonar (Magnussen), og konu Andrésar, Elisabeth Cathrine Joensdatter, f. 1818, d. 13. desember 1888.
Móðir Jóhanns og kona Magnúsar á Hafnarnesi var Björg húsfreyja, f. 23. september 1857, d. 22. nóvember 1947, Guðmundsdóttir bónda í Hafnarnesi í Stöðvarsókn 1860, f. 6. nóvember 1826, d. 10. mars 1893, Einarssonar, og konu Guðmundar Einarssonar í Hafnarnesi, Þuríðar húsfreyju, f. 1826, Einarsdóttur.
Móðir Magnúsar og kona Jóhanns Magnúsar í Hafnarnesi var Guðríður húsfreyja í Hafnarnesi, f. í Stöðvarsókn í S-Múl. 2. júní 1893, d. 30. maí 1969, jarðs. í Eyjum, Lúðvíksdóttir bónda í Gvendarnesi þar 1901, f. 2. ágúst 1856, d. 5. ágúst 1927, Guðmundssonar bónda í Hafnarnesi, f. 6. nóvember 1826, d. 10. mars 1893, Einarssonar, og konu Guðmundar, Þuríðar húsfreyju, f. 1826, Einarsdóttur.
Móðir Guðríðar og kona Lúðvíks í Gvendarnesi var Halldóra húsfreyja, f. 19. október 1865, d. 12. maí 1938, Baldvinsdóttir bónda í Krosshjáleigu í Berufirði og síðar á Gvendarnesi, f. 1840, Gunnarssonar, og konu Baldvins, Sigríðar húsfreyju, f. 1835, Halldórsdóttur.

Systir Magnúsar – í Eyjum var
Þórey Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1918, d. 12. mars 1999.

Magnús kom fyrst á vertíð í Eyjum 1943, settist þar síðan að. Hann bjó á Hrauni við Landagötu 4 til Goss 1973, síðan við Fífilgötu 2.
Magnús skrifaði skáldsögur og smásögur, m.a. smásagnasafnið „Vegamót“, smásöguna „Tíu á Höfðanum og skáldsöguna „Heimur í fingurbjörg“.

Þau Guðlaug giftu sig, eignuðust kjörbarn.
Magnús lést 1987 og Guðlaug 2000.

I. Kona Magnúsar, (1962), var Guðlaug Þorbergsdóttir húsfreyja, starfsmaður í efnalauginni Straumi, síðar þvottakona, f. 17. júlí 1932, d. 3. mars 2000.<br Barn þeirra, kjörbarn:
1. Björt Hugrún Magnúsdóttir, f. 6. maí 1971. Var upphaflega skírð Dagný Björt Konráðsdóttir. Fyrrum maður hennar Hjörleifur Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.