Magnús Jóhannesson (Sjónarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. desember 2017 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. desember 2017 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnús Jóhannesson (Sjónarhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Magnús
Magnús og Jónína.

Magnús Jóhannesson fæddist í Mýrdal 17. mars 1896 og lést 10. júlí 1987. Árið 1918 fór Magnús til Vestmannaeyja og var sjómaður á Óskari II hjá Gísla Magnússyni.

Eiginkona Magnúsar var Jónína Kristín Sveinsdóttir og bjuggu þau á Sjónarhóli við Sjómannasund.

Árið 1926 byrjar hann formennsku á Garðari I. Eftir það var Magnús formaður á ýmsum frægum bátum, Lunda I, Þrasa, Þristi, Óðni og Braga.

Hann lét af sjómennsku árið 1950 og hóf þá störf við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 5 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Magnús Jóhannesson bátsformaður á Sjónarhól fæddist 17. mars 1896 í Suður-Vík í Mýrdal og lést 10. júlí 1987.
Foreldrar hans voru Jóhannes Gunnar bóndi í Suður-Hvammi í Mýrdal, f. 8. febrúar 1876 í Suður-Vík þar, d. 10. október 1905, Jónsson Gunnsteinssonar og Solveig Einarsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1875 á Strönd í Meðallandi, d. 26. janúar 1974.

Magnús var með foreldrum sínum í Suður-Vík til 1901, hjá þeim í Suður-Hvammi 1901-1906, með móður sinni þar 1906-1908, hjá henni í Vík 1908-1913.
Hann var verslunarmaður í Vík 1913-1914.
Magnús fluttist til Reykjavíkur 1914, þaðan til Eyja 1920 og bjó með Jónínu og barninu Sigrúnu á Reynivöllum í lok ársins, en Sigrún hafði fæðst á Eyrarbakka fyrr á árinu.
Þau bjuggu í Nikhól við fæðingu Adolfs 1922, í París við giftingu sína og fæðingu Emils 1923, á Lágafelli við fæðingu Kristjáns Þórarins 1925 og á Seljalandi við fæðingu Magnúsar 1927.
Þau bjuggu í Litla-Hvammi, Kirkjuvegi 41 1930, á Skildingavegi 10 1934, voru komin á Sjónarhól við Sjómannasund 10b 1940 og bjuggu þar síðan.
Magnús stundaði verkamannastörf og sjómennsku í Eyjum, varð formaður 1926 og til 1950, en vann síðan við fiskverkun.
Jónína lést 1973 og Magnús 1987.

I. Kona Magnúsar, (9. júní 1923), var Jónína Kristín Sveinsdóttir húsfreyja frá Eyrarbakka, f. 27. desember 1899 í Hausthúsum, d. 9. júlí 1973.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1920 á Ósi á Eyrarbakka, d. 17. apríl 1981.
2. Adolf Hafsteinn Magnússon stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 22. nóvember 2005.
3. Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, verkstjóri, f. 23. september 1923 í París, d. 16. apríl 2008.
4. Kristján Þórarinn Magnússon, f. 25. september 1925 á Lágafelli, d. 23. ágúst 1929.
5. Magnús Magnússon sjómaður, stýrimaður, f. 5. júlí 1927 á Seljalandi, d. 14. september 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.