Magnús Bergsson (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Magnús Bergsson.

Magnús Bergsson frá Hjalteyri, rafvirki fæddist 3. október 1942 í Ásnesi og lést 15. nóvember 2018.
Foreldrar hans voru Jóhann Bergur Loftsson, sjómaður, vélstjóri frá Klauf í V-Landeyjum, f. 27. október 1911, d. 25. janúar 1985, og Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir húsfreyja frá Hryggjum og Dyrhólum í Mýrdal, f. 19. október 1903 í Hryggjum, d. 7. ágúst 1992.

Börn Ragnhildar og Bergs:
1. Karl Bergsson bifvélavirkjameistari, varaslökkviliðsstjóri á Selfossi, f. 18. ágúst 1939 í Ásnesi.
2. Magnús Bergsson rafvirki, f. 3. október 1942 í Ásnesi, d. 15. nóvember 2018.
3. Þórey Bergsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, f. 3. október 1942 í Ásnesi.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk fjórðabekkjar-gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskólann 1959, vann hjá Símanum í Eyjum og við lagningu vatnsveitunnar til Eyja. Hann nam rafvirkjun og vann við iðnina, lengst í Geisla hjá Þórarni Sigurðssyni.
Magnús lést 2018 ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.