Magnús Þórðarson (assistent)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júní 2015 kl. 12:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júní 2015 kl. 12:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnús Þórðarson (assistent)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Magnús Þórðarson búðarþjónn fæddist (1745).
Foreldrar hans voru Þórður Erlendsson bóndi á Hvoli í Mýrdal, síðar bóndi og hreppstjóri í Seli í A-Landeyjum, f. 1713, á lífi 1771, og kona hans Petrónella Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1725, á lífi 1767.

Bróðir Magnúsar var Bjarni Þórðarson tómthúsmaður á Löndum f. 1765 í Seli í A-Landeyjum, d. 19. desember 1836.

Magnús er nefndur eitt af börnum þessarra foreldra í Sýslumannaæfum, „Magnús assistent í Vestmannaeyjum“.
Hann var verslunarþjónn í Eyjum, en frekari vitneskja um hann er ekki í hendi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Sýslumannaæfir IV, bls. 632. Bogi Benediktsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.