Magnúsína Friðriksdóttir (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Hannes og Magnúsína.

Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja á Hvoli fæddist 14. maí 1889 á Núpi u. Eyjafjöllum og lést 19. apríl 1983.
Foreldrar hennar voru Friðrik Gissur Benónýsson útgerðarmaður, bátsformaður og dýralæknir, f. 14. ágúst 1858, d. 23. ágúst 1943, og kona hans Oddný Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1864, d. 10. apríl 1940.

Börn Benedikts og Oddnýjar voru:
1. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1885, d. 5. febrúar 1976.
2. Benedikt Friðriksson skósmíðameistari, f. 26. febrúar 1887 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 11. febrúar 1941.
3. Elías Friðriksson vinnumaður í Gröf, f. 25. mars 1888 u. Eyjafjöllum, d. 3. desember 1908.
4. Magnúsína Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.
5. Friðrik Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 11. desember 1890.
6. Gissur Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 22. nóvember 1890.
7. Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1892, d. 24. júlí 1957.
8. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 11. febrúar 1894, d. 13. júní 1895.
9. Friðrik Friðriksson, f. 13. maí 1895, d. 25. maí 1895.
10. Anna Friðriksdóttir, f. 24. ágúst 1896, d. 27. apríl 1897.
11. Árný Friðriksdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.
12. Friðrik Friðriksson, f. 25. október 1899, d. 20. maí 1913.
13. Oddný Friðriksdóttir, f. 23. febrúar 1901, d. 25. febrúar 1901.
14. Þorbjörn Friðriksson sjómaður, f. 16. ágúst 1902 í Péturshúsi, d. 4. júní 1977.
15. Benóný Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. janúar 1904 á Kirkjubæ, d. 12. maí 1972.
16. Elísabet Sigríður Friðriksdóttir bústýra, f. 2. október 1905 í Gröf, d. 21. apríl 1985.
17. Sólmundur Friðriksson, f. 30. maí 1908, d. 6. júlí 1908.
18. Elín Fanný Friðriksdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 10. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1997.
19. Marie Albertine Friðriksdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1911, d. 23. desember 1989.

Foreldrar Magnúsínu fluttust með 5 börn sín frá Núpi til Eyja 1902, en Magnúsína kom til Eyja frá Holti u. Eyjafjöllum 1908.
Hún var á Seyðisfirði 1910.
Þau Hannes voru í Gröf við fæðingu Ögmundar Friðriks 1911, giftu sig á árinu og bjuggu í Landakoti í lok ársins, svo og 1912 og 1913, eignuðust Guðbjörgu þar 1912, en misstu hana nýfædda. Einar fæddist þar 1913.
Þau voru á Mjóafirði eystra 1914 við fæðingu Hansínu, fluttust til Eyja á því ári og bjuggu þar síðan, voru í Landakoti í lok árs 1914, en voru komin að Hvoli (við Heimagötu) 1915. Þar bjuggu þau uns þau fluttust í nýbyggt hús sitt að Hvoli (við Urðarveg) 1929. Þar bjuggu þau síðan, meðan þau voru í Eyjum.
Hjónin fluttu til Reykjavíkur 1947.
Hannes lést 1974 og Magnúsína 1983.

Maður Magnúsínu, (10. nóvember 1911), var Hannes Hansson, (Hannes á Hvoli) skipstjóri, útgerðarmaður, afgreiðslumaður, f. 5. nóvember 1891, d. 18. júní 1874.
Börn þeirra:
1. Ögmundur Friðrik Hannesson sjómaður, f. 16. maí 1911 í Gröf, d. 25. október 2002.
2. Guðbjörg Hannesdóttir, f. 11. janúar 1912 í Landakoti, skírð skemmri skírn, d. 31. janúar 1912.
3. Einar Kjartan Trausti Hannesson skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri, f. 27. (17. annarsstaðar) júní 1913 í Landkoti, d. 23. janúar 1999.
4. Hansína Hannesdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1914 í Holti í Mjóafirði eystra, d. 2. mars 2006.
5. Ottó Hannesson vélstjóri, f. 5. ágúst 1915 á Hvoli, d. 26. desember 1966.
6. Ingimar Hannesson, f. 14. maí 1917, d. 25. september 1917.
7. Elías Theodór Hannesson, f. 1. júní 1918 á Hvoli, d. 9. nóvember 1927.
8. Vigdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. desember 1919 á Hvoli, d. 28. maí 2006.
9. Árni Hannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921 á Hvoli, d. 4. júní 1999.
10. Andvana drengur, f. 10. mars 1926.
11. Ágúst Eiríksson Hannesson smiður, f. 2. ágúst 1927 á Hvoli, d. 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
12. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. október 1929 á Hvoli.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.