Mínerva VE-241

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Mínerva VE-241 var 19 smálestir með 36 hestafla Alfavél. Smíðuð úr eik og furu í Danmörku árið 1909. Eigendur voru Jón Sverrisson, Stefán Árnason og Sigurður Jónsson.

Sverrir Magnús Jónsson.

Mánudaginn 24. janúar reri Mínerva. Þennan dag var von á nýrri vél í bátinn. Þeir skipverjar ætluðu að flytja vélina í land er þeir kæmu úr róðri. En þetta fór því miður á annan veg en ætlað var. Lyra, skipið sem kom með vélina, lagðist undir Heimaey en þá var komið ofsaveður og svo var veðrið hamslaust að Lyra sleit báðar festarnar. Þegar hún lensaði undan veðrinu varð hún vör við Mínervu fyrir austan Þrídranga. Með Mínervu fórust fimm skipverjar. Þeir voru; Einar Jónsson Háagarði í Vestmannaeyjum, Sverrir Jónsson Háagarði í Vestmannaeyjum, Gunnar Einarsson Sandprýði í Vestmannaeyjum, Aðalsteinn Sigurhansson Steinum í Vestmannaeyjum og Ragnar Bjarnason úr Reykjavík.


Heimildir

  • Blik, ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Maí 1961.