Málfríður Loftsdóttir (Uppsölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Málfríður Loftsdóttir húsfreyja fæddist 21. júní 1840 á Reyni í Mýrdal, og lést 1. september 1914 í Uppsölum.
Faðir hennar var Loftur bóndi á Reyni í Mýrdal, f. 1808, d. 21. janúar 1860, Þorláksson bónda á Flögu í Skaftártungu, f. 1776, d. 23. september 1839, Jónssonar bónda á Flögu og Herjólfsstöðum í Álftaveri, f. 1736, Ólafssonar, og konu hans, Þóru húsfreyju, f. 1745, Jónsdóttur.
Móðir Lofts og kona Þorláks á Flögu var Elín húsfreyja, f. 1771, d. 21. september 1844, Loftsdóttir bónda, síðast í Reynisholti í Mýrdal, f. 1740, d. 1801, Ólafssonar, og fyrrri konu Lofts Ólafssonar, Guðríðar húsfreyju, f. 1739, d. 1778, Árnadóttur.

Móðir Málfríðar og kona Lofts var Anna húsfreyja, f. 19. janúar 1808, d. 12. desember 1899, Eyjólfsdóttir bónda á Reyni, f. 1776, Stefánssonar bónda í Pétursey, f. 1738, d. 29. júní 1828, Eyjólfssonar, og konu Stefáns, Önnu húsfreyju, f. 1740, d. 26. október 1829, Jónsdóttur.
Móðir Önnu Eyjólfsdóttur á Reyni og kona Eyjólfs var Guðrún húsfreyja, f. 1768, d. 30. júlí 1846, Jónsdóttir.

Málfríður var með foreldrum sínum á Reyni í Mýrdal til ársins 1867, vinnukona í Reynisdal 1867-1868, bústýra í Reynisholti þar 1868-1869, vinnukona í Reynishjáleigu 1870-1873, hjá móður sinni á Reyni 1873-1881, er hún varð húsfreyja í Kárhólmum 1881-1883, á Reyni 1883-1885, með manni sínum á Suður-Fossi þar 1885-1887, í Fjósum 1887-1888, vinnukona á Reyni 1888-1895, í Þórisholti 1895-1899 með manni sínum, í Reynisdal 1899-1900, húsfreyja á Kvíabóli 1900-1905.
Maður Málfríðar, (21. október 1881), var Þorgeir Magnússon bóndi. Hún fluttist með manni sínum árið 1905 að Uppsölum til sonar síns Lofts Þorgeirssonar og konu hans Sigríðar Sigurðardóttur og lést hjá þeim 1914.

Börn Málfríðar og Þorgeirs voru:
1. Loftur Þorgeirsson í Uppsölum, f. 18. október 1878, d. 23. desember 1964.
2. Ingibergur Þorgeirsson, f. 4. janúar 1881, d. 15. mars sama ár.
3. Þorsteinn Þorgeirsson, f. 6. apríl 1883.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.