Lovísa Guðjónsdóttir (Lögbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir.

Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir húsfreyja fæddist 5. ágúst 1930 á Vestmannabraut 74 og lést 9. október 2017 á Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Þorsteinsson verkamaður, síðar á Lögbergi, f. 15. júní 1889, d. 25. júní 1980, og kona hans Pálína Geirlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1901, d. 11. mars 1992.

Börn Guðjóns og Pálínu:
1. Páll Magnús Guðjónsson sjómaður, f. 12. desember 1926 í Hlíð u. Eyjafjöllum. Kona hans Guðbjörg Þorkelsdóttir.
2. Andvana f. drengur 6. júní 1929.
3. Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1930 á Vestmannabraut 74. Maður hennar Ágúst Helgason.
4. Þorsteinn Guðjónsson sjómaður, matsveinn, verkamaður, f. 11. september 1932 á Hásteinsvegi 13, d. 20. september 2013. Fóstursonur þeirra er
5. Magnús Gísli Magnússon íþróttakennari, þjálfari, f. 5. september 1947 í Keflavík. Barnsmæður hans Erla Adolfsdóttir og Gíslína Magnúsdóttir. Fyrrum kona hans Lilja Albertsdóttir. Kona hans Lilja Garðarsdóttir.

Lovísa var með foreldrum sínumí æsku, á Vestmannabraut 74, í Mörk við Hásteinsveg og síðan á Lögbergi við Vestmannabraut og þar bjuggu þau Ágúst, en fluttu síðar að Hólagötu 8.
Þau Ágúst eignuðust Pál Guðjón á Lögbergi 1948, giftu sig 1949, eignuðust Helgu Guðbjörgu á Lögbergi 1951, en voru komin að Hólagötu 8 við fæðingu Hrannar 1954.
Lovísa vann síðar verkakvennastörf og var starfsmaður á skóladagheimili.
Hún dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Ágúst lést 2000 og Lovísa 2017.

I. Maður Lovísu, (4. júní 1949), var Gunnar Ágúst Helgason sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, forstöðumaður, f. 22. janúar 1923 á Hamri, d. 23. nóvember 2000.
Börn þeirra:
1. Páll Guðjón Ágústsson, f. 21. nóvember 1948 á Lögbergi.
2. Helga Guðbjörg Ágústsdóttir, f. 10. september 1951 á Lögbergi.
3. Hrönn Ágústsdóttir, f. 2. október 1954 á Hólagötu 8.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. október 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.