Lilja Sigfúsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Lilja Sigfúsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddst 11. október 1917 og lést 15. október 1990.
Faðir Lilju:
Sigfús Benóný Vigfússon bóndi í Egilsstaðakoti í Flóa 1910, f. á Þykkvabæjarklaustri 22. febrúar 1868, dáinn 16. júlí 1948. Faðir hans var Vigfús f. í Langholtssókn í V-Skaftaf.s. 1836, Jóns bónda á Söndum þar 1845, Brynjólfssonar, f. 1801, Árnasonar.
Móðir Sigfúsar var Sesselja, f. á Reyni í Mýrdal 1844, Sigmundsdóttir bónda Eyjólfssonar. Móðir hennar var Guðrún frá Rauðhálsi í Mýrdal, f. 1814, Björnsdóttir bónda Ólafssonar og Sesselju Steinsdóttur.
Móðir Vigfúsar og kona Jóns Brynjólfssonar var Evlalía húsfreyja á Söndum í Langholtssókn 1845, f. 1798 í Langholtssókn, Erlendsdóttir bónda á Söndum 1801, Nikulássonar og konu Erlendar, Sigurveigar Þorvaldsdóttur.
Móðir Lilju:
Gróa húsfreyja í Egilsstaðakoti í Flóa 1910, f. 19. október 1873 í Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, d. 7. september 1958, Gestdóttir bónda í Húsatóftum á Skeiðum 1890, f. um 1852, Eyjólfssonar bónda í Vælugerði í Flóa 1855, Gestssonar og konu Eyjólfs í Vælugerði, Helgu Þorláksdóttur.
Móðir Gróu og kona Gests var Guðlaug húsfreyja í Húsatóftum 1890, f. um 1855, Ólafsdóttir bónda í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi 1870, f. 1816 á Baugsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi, Jónsssonar hreppstjóra á Baugsstöðum 1818, Einarssonar og konu Jóns hreppstjóra, Sesselju Ámundadóttur. Kona Ólafs Jónssonar og móðir Guðlaugar var Gróa Jónsdóttir húsfreyja, f. um 1819).
Maður Lilju var
Pétur Guðjónsson frá Oddsstöðum, fæddur 12. júlí 1902, dáinn 21. ágúst 1982. Lilja var seinni kona hans. Fyrri kona hans var Guðrún Guðjónsdóttir, sem lést 1938.
Börn Péturs og Lilju:
6. Guðrún, fædd 10. desember 1939.
7. Árni, fæddur 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
8. Brynja, fædd 16. ágúst1946.
9. Herbjört, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.