Lilja Guðjónsdóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Lilja Guðjónsdóttir og Sigurður Þórðarson.

Lilja Guðjónsdóttir húsfreyja í Steinholti, á Búastöðum og að Hólagötu 42, síðast í Mosfellsbæ fæddist 11. apríl 1921 í Gullbringu á Fáskrúðsfirði og lést 17. október 2001 í Mosfellsbæ.
Foreldrar hennar voru Guðjón Bjarnason útvegsbóndi og verkamaður á Fáskrúðsfirði, f. 15. mars 1892, d. 25. apríl 1979, og kona hans Ólafía Björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1892, d. 25. júní 1964.

Lilja var alsystir Þorleifs Braga Guðjónssonar verkamanns, f. 23. júlí 1922, d. 9. nóvember 2010.
Hún var hálfsystir, (sammædd), Sigurðar Stefánssonar sjómanns, f. 26. janúar 1915, d. 23. september 1967 og Kristínar Stefánsdóttur á Búðarfelli, f. 13. júlí 1916, d. 16. maí 2001.

Lilja veiktist af berklum í æsku. Átti hún lengi í baráttu við sjúkdóminn, en náði sér. Bar hún þó merki hans með fötlun á fæti.
Þau Sigurður fluttust til Eyja 1941. Bjuggu þau í fyrstu í Steinholti, síðan um árabil á Búastöðum.
Þau byggðu húsið að Hólagötu 42 um 1960 og bjuggu þar, uns þau fluttust í Mosfellssveit 1980. Eignuðust þau hús að Bjarkarholti þar og bjuggu þar síðan.

Maður Lilju, (21. desember 1941), var Sigurður Sófus Þórðarson sjómaður, útgerðarmaður, f. 10. mars 1918, d. 9. september 1991.
Börn þeirra eru:
1. Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1941. Maður hennar er Kristinn Karlsson bifvélavirki, stöðvarstjóri.
2. Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. október 1943. Maður hennar er Valgeir Sveinbjörnsson málari.
3. Svanhildur Sigurðardóttir húsfreyja, myndhöggvari, f. 16. febrúar 1945. Maður hennar er Haraldur Erlendsson læknir.
4. Vilhjálmur Sigurður Sigurðsson vélfræðingur, f. 3. október 1953. Kona hans er Guðrún Hrefna Sverrisdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur.
5. Lilja Huld Sigurðardóttir, f. 19. febrúar 1957, býr með Hreini Birgissyni verkamanni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.