Lilja Árnadóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Kristbjörg Lilja Árnadóttir húsfreyja og bóndi fæddist 21. mars 1914 á Sólheimum og lést 17. janúar 1985.
Foreldrar hennar voru Árni Sigfússon kaupmaður og Ingibjörg Kristjánsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Miðkoti í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, f. 27. desember 1891, d. 5. október 1970.

Lilja var með móður sinni í vinnumennsku hennar í Nýborg í lok árs 1914. Hún fluttist með henni að Auraseli í Fljótshlíð 1915 og síðar að Miðkoti í Fljótshlíð.
Þau Guðjón giftu sig 1940, voru bændur í Ásgarði í Hvolhreppi, en misstu húsið í bruna á fyrsta búskaparári sínu. Þau fluttust á Hvolsvöll 1942 og bjuggu allstóru búi þar. Guðjón hafði stundað bifreiðaakstur fyrir Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélagið á Hvolsvelli. Hann varð frystihússstjóri við nýbyggt kjötfrystihús Sláturfélags Suðurlands og Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli.
Þau Guðjón eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra þriggja mánaða gamalt.
Lilja lést 1985 og Guðjón 1990.

I. Maður Lilju, (1940), var Guðjón Jónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð, bifreiðastjóri, bóndi, frystihússstjóri, f. 10. september 1914, d. 20. ágúst 1990.
Börn þeirra:
1. Jón Rúnar Guðjónsson sýslumaður, f. 1. desember 1940 í Miðkoti.
2. Ingi Ísfeld Guðjónsson deildarstjóri, f. 4. janúar 1943 á Hvolsvelli.
3. Stúlka, d. þriggja mánaða gömul.
4. Erna Hanna Guðjónsdóttir bankastarfsmaður, f. 6. október 1952.
5. Margrét Guðjónsdóttir lögfræðingur, fasteignasali, f. 30. október 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bóel Ísleifsdóttir, munnl. heimild.
  • Google.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1990. Minning Guðjóns Jónssonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. IV. bók, bls. 115. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.