Laufey Guðjónsdóttir (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, verkakona frá Fagurhól fæddist 14. desember 1914 á Háeyri og lést 1. maí 2004.
Foreldrar hennar voru Sigurborg Einarsdóttir húsfreyja í Fagurhól, f. 17. október 1884, d. 10. maí 1958, og maður hennar Guðjón Þorleifsson formaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 26. mars 1964.

Börn Sigurborgar og Guðjóns voru:
1. Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1914, d. 1. maí 2004.
2. Alda Ísfold Guðjónsdóttir, f. 13. janúar 1918, d. 20. september 1990.
3. Þórleif Guðjónsdóttir, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
4. Anna Sigurborg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.
Sonur Sigurborgar var
5. Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1907, d. 4. október 1990.
Sonur Guðjóns var
6. Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku. Hún vann oftast utan heimilis við fisk- og kjötvinnslu. Þau Jón stofnuðu heimili 1936, bjuggu á Skólavegi 7, Ásnesi við fæðingu Högna 1938 og fæðingu Sigurborgar 1943, voru komin að Kirkjuvegi 13, Grafarholti 1945 og bjuggu þar. Jón lést 1964. Laufey bjó ein í Grafarholti til Goss 1973. Þá fluttist hún í Borgarnes og bjó þar síðan. Þar starfaði hún við kjötvinnslu.
Hún lést 2004.

Sambýlismaður Laufeyjar var Jón Jóhannes Bjarnason frá Tannanesi í Önundarfirði, skipstjóri, seglasaumari, f. 27. desember 1875, d. 7. apríl 1964.
Börn þeirra:
1. Högni Jónsson stýrimaður, nú í Reykjavík, f. 16. ágúst 1938.
2. Sigurborg Jónsdóttir húsfreyja, verkstjóri, gjaldkeri í Borgarnesi, f. 28. febrúar 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. maí 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.