„Langreyður“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Smáleiðr.)
 
Lína 1: Lína 1:
{{Snið:Spendýr}}
{{Snið:Spendýr}}
'''Langreyður''' (''Balaenoptera physalus'') er skíðishvalur. Langreyðar eru dökkgráar á baki og hvítar að neðan og hið sama á við bægsli og sporð. Neðri skoltur er dökkgrár vinstra megin en hvítur hægra megin. Oftast eru fremstu skíðin hvít og önnur blýgrá. Raufin er framar en bakugginn. Langreyður lifir aðlallega á átu og krabbasvifdýrum en étur líka sandsíli. Langreyðurinn er farhvalur og kemur að landinu síðari hluta vetrar. Hér við land verðar karldýrin um 18 m löng og kvendýrin 19,5 m. Fullorðnir tarfar vega 30-80 tonn og kýrnar 50-100 tonn. Langreyður getur náð u.þ.b 100 ára aldri og er tegundin til í öllum heimshöfum.  
'''Langreyður''' (''Balaenoptera physalus'') er skíðishvalur. Langreyðar eru dökkgráar á baki og hvítar að neðan og hið sama á við bægsli og sporð. Neðri skoltur er dökkgrár vinstra megin en hvítur hægra megin. Oftast eru fremstu skíðin hvít og önnur blýgrá. Raufin er framar en bakugginn. Langreyður lifir aðallega á átu og krabbasvifdýrum en étur líka sandsíli. Langreyðurin er farhvalur og kemur að landinu síðari hluta vetrar. Hér við land verða karldýrin um 18 m löng og kvendýrin 19,5 m. Fullorðnir tarfar vega 30-80 tonn og kýrnar 50-100 tonn. Langreyður getur náð u.þ.b 100 ára aldri og er tegundin til í öllum heimshöfum.  


Hún heldur sig allt suður að 30°N frá línu milli Nýfundnalands og Skotlands í Atlantshafinu og leitar allt að ísbrún í norðurátt í vetrarlok og hópast á átusvæðum. Þessir hópar eru gjarnan nefndir stofnar og sjö slíkir eru taldir vera í Norður-Atlantshafinu.
Hún heldur sig allt suður að 30°N frá línu milli Nýfundnalands og Skotlands í Atlantshafinu og leitar allt að ísbrún í norðurátt í vetrarlok og hópast á átusvæðum. Þessir hópar eru gjarnan nefndir stofnar og sjö slíkir eru taldir vera í Norður-Atlantshafinu.

Núverandi breyting frá og með 11. júlí 2007 kl. 12:48

Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Langreyður (Balaenoptera physalus) er skíðishvalur. Langreyðar eru dökkgráar á baki og hvítar að neðan og hið sama á við bægsli og sporð. Neðri skoltur er dökkgrár vinstra megin en hvítur hægra megin. Oftast eru fremstu skíðin hvít og önnur blýgrá. Raufin er framar en bakugginn. Langreyður lifir aðallega á átu og krabbasvifdýrum en étur líka sandsíli. Langreyðurin er farhvalur og kemur að landinu síðari hluta vetrar. Hér við land verða karldýrin um 18 m löng og kvendýrin 19,5 m. Fullorðnir tarfar vega 30-80 tonn og kýrnar 50-100 tonn. Langreyður getur náð u.þ.b 100 ára aldri og er tegundin til í öllum heimshöfum.

Hún heldur sig allt suður að 30°N frá línu milli Nýfundnalands og Skotlands í Atlantshafinu og leitar allt að ísbrún í norðurátt í vetrarlok og hópast á átusvæðum. Þessir hópar eru gjarnan nefndir stofnar og sjö slíkir eru taldir vera í Norður-Atlantshafinu.

Langreyðurin makar sig í nóvember til janúar, meðgöngutíminn er eitt ár og hún ber annað hvert ár. Kálfurinn er á spena í rúmlega 10 mánuði. Venjulega fæðist hann 6-6½ m langur og tvöfaldar lengd sína áður en hann fer af spena.

Langreyðurin er talin nærast lítið á veturna og étur býsn af ljósátu við Íslandsstrendur auk nokkurs magns af smokkfiski. Hún étur líka uppsjávarfiska, loðnu og síld, einkum á fartímanum. Hún er úthafshvalur, sem er oftast í smáhópum (6-7) en á fartímanum sjást oft 200-300 dýra vöður. Hún er hraðsynd (12 sjómílur á klst.) og kafar oftast ekki lengur en í 4 mínútur í einu, þótt hún geti verið allt að 20 mínútur í kafi.

Fyrstu dýrin af þessari tegund koma oftast upp að landinu í marz en aðalvöðurnar í lok maí og júníbyrjun. Norðmenn ofveiddu stofnana hér við land og eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar veiddu þeir að meðaltali 240 dýr á ári. Gizkað er á, að Austur-Grænlands- og Íslandsstofninn sé 8-10.000 dýr. Áætlaður fjöldi í öllum heimshöfunum er 120.000-150.000 dýr.



Heimildir