Lára Ágústsdóttir (Fjólugötu)

From Heimaslóð
Revision as of 13:23, 18 April 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: '''Guðný ''Lára'' Ágústsdóttir''' frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja fæddist 20. nóvember 1931 á Oddeyri þar.<br> Foreldrar hennar voru Ágúst Pálsson verkamaður, f. 11....)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Guðný Lára Ágústsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja fæddist 20. nóvember 1931 á Oddeyri þar.
Foreldrar hennar voru Ágúst Pálsson verkamaður, f. 11. ágúst 1886, d. 5. apríl 1955, og kona hans Sigurlaug Stefanía Einarsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1896, d. 24. desember 1970.

Lára var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Oddeyri í Búðasókn 1931, í Bjarnaborg þar 1941 og í Pétursborg þar 1942.
Hún flutti til Eyja, var vinnukona hjá Guðbjörgu og Jóni Vigfússyni á Helgafellsbraut 17 1949.
Þau Garðar giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn og eitt kjörbarn. Þau bjuggu á Sóleyjargötu 1 og síðar á Fjólugötu 8 í Eyjum.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar, bjuggu síðast á Herjólfsgötu 38. Garðar lést 2016. Lára býr á Herjólfsgötu 38.

I. Maður Láru, (22. júní 1954), var Garðar Sveinsson frá Arnarstapa, skrifstofustjóri, f. 11. mars 1931, d. 8. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Unnur Garðarsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 27. febrúar 1954 á Selfossi. Fyrrum maður hennar Egill Ómar Grettisson. Maður hennar Kristinn Vilhjálmur Daníelsson.
2. Gústav Garðarsson sölufulltrúi í Hafnarfirði, f. 4. apríl 1956 í Eyjum. Fyrrum kona hans Guðlaug Katrín Þórðardóttir. Kona hans Anna Kristín Jóhannesdóttir.
3. Sigurlaug Garðarsdóttir leiðbeinandi á leikskóla í Hafnarfirði, f. 3. maí 1962 í Eyjum. Maður hennar Bjarnfreður Ármannsson. Kjörsonur þeirra, sonur Unnar dóttur þeirra:
4. Sveinn Garðar Garðarsson vélvirki í Hafnarfirði, f. 5. mars 1970 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Þorgerður Guðrún Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.