Lýður Ægisson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lýður Ægisson.

Lýður Viðar Ægisson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 3. júlí 1948 á Siglufirði og lést 20. mars 2019.
Foreldrar hans voru Kristján Ægir Jónsson vélstjóri, verkamaður, f. 4. maí 1921 að Stóra-Grindli í Grindum í Fljótum, d. 15. desember 1993, og kona hans Þóra Frímannsdóttir frá Grímsey, verkakona, húsfreyja, f. 19. desember 1921, d. 21. mars 2010.

Bróðir Lýðs:
1. Gylfi Viðar Ægisson, f. 10. nóvember 1946.

Lýður lauk fiskimannaprófi í Eyjum.
Hann stundaði sjó frá 15 ára aldri, var þrjú ár á b.v. Hafliða frá Siglufirði, var síðan á bátum frá Eyjum, síðar stýrimaður og skipstjóri.
Þau Harpa giftu sig eignuðust fjögur börn og fósturbarn, bjuggu í Gefjun við Strandveg 42. Þau skildu.
Þau Rannveig giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Rannveig átti barn áður.

I. Kona Lýðs, skildu, er Harpa Sigurjónsdóttir, f. 2. janúar 1951 á Skjaldbreið.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Lýðsson, umsjónarmaður, f. 13. mars 1969. Kona hans Hrönn Harðardóttir.
2. Finnbogi Lýðsson, iðnaðarmaður, verktaki, f. 20. apríl 1974.
3. Sigurjón Lýðsson, tölvunarfræðingur, f. 17. september 1976. Kona hans Þórey Ágústsdóttir.
4. Ófeigur Lýðsson, ljósmyndari, f. 22. mars 1983. Kona hans Kristjana Hlín Valgarðsdóttir.
Fósturdóttir þeirra:
5. Selma Hrönn Maríusdóttir, framkvæmdastjóri, f. 18. ágúst 1969, dóttir Gylfa Ægissonar. Maður hennar Smári Sæbjörnsson.

II. Kona Lýðs er Rannveig Kristjánsdóttir skrifstofutæknir, f. 26. júní 1962. Foreldrar hennar Kristján Emil Friðriksson, f. 3. nóvember 1931, d. 10. mars 2015, og kona hans Rannveig Edda Hálfdánardóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1936, d. 7. ágúst 2009.
Barn hennar:
6. Bylgja Ægisdóttir, búsett í Danmörku, f. 26. ágúst 1980.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. mars 2019. Minning.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.