Lúðvík Reimarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lúðvík Reimarsson.

Guðmundur Ludvik Rósenkrans Reimarsson verkamaður í Heiðartúni fæddist 31. ágúst 1920 á Seljalandi við Hásteinsveg 10 og lést 22. janúar 2003 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í A.-Landeyjum, pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 6. júní 1955, og kona hans Anna Magnea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík, húsfreyja, f. 5. febrúar 1887, d. 8. febrúar 1964.

Börn Önnu:
1. Guðmundur Kristinsson, f. 15. janúar 1905, d. 19. febrúar 1973.
2. Ragnar Einar Einarsson verkamaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1907, d. 6. september 1987. Kona hans Gunnhildur Pálsdóttir.
Börn Önnu og Reimars:
3. Ólafía Þuríður Reimarsdóttir, bjó á Selfossi, f. 18. janúar 1910 í Nýja-Kastala í Stokkseyrarsókn, d. 4. janúar 1997.
4. Þórunn Gyðríður Reimarsdóttir, f. 24. júlí 1912 í Sandprýði, d. 2. janúar 1977. Maður hennar Marteinn Olsen.
5. Hjörtrós Reimarsdóttir, f. 20. október 1916 á Seljalandi, d. 14. apríl 1917.
6. Lúðvík Reimarsson verkamaður, f. 31. ágúst 1920 á Seljalandi, d. 22. janúar 2003. Kona hans Kristín Helga Sveinsdóttir.
7. Sigurður Reimarsson verkamaður, Brennukóngur, f. 2. júní 1928, d. 27. júní 2016.
8. Hjörtrós Alda Reimarsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1929, d. 25. desember 1986. Maður hennar Bergur Sigurpálsson.

Lúðvík var með foreldrum sínum í æsku, á Seljalandi, í Fagranesi við Hásteinsveg 34 (Reimarshús) og í Heiðartúni.
Hann var verkamaður, rak með föður sínum Pípugerð Reimars, síðan Pípu- og steinagerðina til 1973. Eftir flutning til Reykjavíkur við Gos 1973 var Lúðvík hafnarverkamaður hjá Eimskipafélaginu uns hann lét af störfum 1990.
Þau Kristín Helga giftu sig 1951, eignuðust tvö börn og Kristín átti barn frá fyrra sambandi.
Lúðvík lést 2003 og Kristín Helga 2008.

I. Kona Lúðvíks, (30. ágúst 1951), var Kristín Helga Sveinsdóttir frá Búðum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 10. október 1911 í Ólafsvík, d. 28. ágúst 2008.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ingi Lúðvíksson, kjörsonur Lúðvíks, f. 10. mars 1944. Fyrrum kona hans Ástfríður Árnadóttir.
2. Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir, f. 5. júlí 1953. Maður hennar Þorvaldur Pálmi Guðmundsson.
Barn Kristínar Helgu:
3. Hafsteinn Reynir Magnússon, f. 21. september 1936, d. 29. október 2022. Kona hans Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.