„Lögreglan í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
== Fyrstu lögreglumennirnir ==
== Fyrstu lögreglumennirnir ==


Fyrstu eiginlegu lögreglumennirnir í Vestmannaeyjum voru ráðnir haustir 1915.  Það voru [[Guðjón J. Guðjónsson]], [[Sjólyst]] og [[Jón Jónsson (hreppstjóri)|Jón Jónsson]], hreppstjóri. Guðjón var næturvörður og var þetta bókað um ráðninguna á sýslunefndarfundi 1. október 1915: ''„Nefndin samþykkti að ráða mann til lögregluþjónsstarfa á tímabilinu 1. október til 15. maí, er hafi vörð í þorpinu frá kl. 8 á kvöldin til kl. 8 á morgnana, eða eftir samráði við lögreglustjórann, sem gefur honum erindisbréf“'' Þá var samþykkt að Jón Jónsson ''„sinnti lögreglueftirliti á daginn og eftirliti með hreinlæti í þorpinu, án þess þó að hann sé skyldur til að vera stöðugt á verði. Ætlast er til þess að þessir menn slökkvi og kveiki á götuljósunum, að svo miklu leyti sem lyklarnir eru ekki afhentir einstökum mönnum“.''
Fyrstu eiginlegu lögreglumennirnir í Vestmannaeyjum voru ráðnir haustir 1915.  Það voru [[Guðjón Guðjónsson (Sjólyst)|Guðjón J. Guðjónsson]], [[Sjólyst]] og [[Jón Jónsson (hreppstjóri)|Jón Jónsson]], hreppstjóri. Guðjón var næturvörður og var þetta bókað um ráðninguna á sýslunefndarfundi 1. október 1915: ''„Nefndin samþykkti að ráða mann til lögregluþjónsstarfa á tímabilinu 1. október til 15. maí, er hafi vörð í þorpinu frá kl. 8 á kvöldin til kl. 8 á morgnana, eða eftir samráði við lögreglustjórann, sem gefur honum erindisbréf“'' Þá var samþykkt að Jón Jónsson ''„sinnti lögreglueftirliti á daginn og eftirliti með hreinlæti í þorpinu, án þess þó að hann sé skyldur til að vera stöðugt á verði. Ætlast er til þess að þessir menn slökkvi og kveiki á götuljósunum, að svo miklu leyti sem lyklarnir eru ekki afhentir einstökum mönnum“.''


[[Mynd:KG-mannamyndir 10124.jpg|thumb|200px|Lögregluþjónarnir Pétur Stefánsson og Óskar Friðbjörnsson.]]
[[Mynd:KG-mannamyndir 10124.jpg|thumb|200px|Lögregluþjónarnir Pétur Stefánsson og Óskar Friðbjörnsson.]]
Ári síðar sagði Guðjón upp starfinu og var þá ráðinn [[Sigfús Árnason]] frá [[Lönd|Löndum]], organisti og fyrrverandi alþingismaður. Árið 1919 var [[Sveinn P. Scheving]] ráðinn dagvörður og [[Jón Guðlaugsson]] frá Hallgeirsey næturvörður og [[Magnús J. Skaftfell]] aðstoðarnæturvörður. Búningur átti að vera af sömu gerð og í Reykjavík, bókstafur kaupstaðarins á einkennishúfu. Brátt fjölgaði lögreglumönnum í kaupstaðnum með vaxandi íbúafjölda og útgerð. Í lok seinni heimstyrjaldarinnar störfuðu hér fjórir dag- og næturverðir, þeir [[Stefán Árnason]], yfirlögregluþjónn, [[Jóhannes Albertsson]], [[Óskar Friðbjörnsson]] og [[Pétur Stefánsson]]. En lögreglumenn hér urðu fyrst 11 árið 1965, þegar þeim var fjölgað úr 9. Í dag er fjöldi þeirra óbreyttur 11, yfirlögregluþjónn, rannsóknarlögreglumaður, 4 varðstjórar og 5 lögreglumenn.
Ári síðar sagði Guðjón upp starfinu og var þá ráðinn [[Sigfús Árnason]] frá [[Lönd|Löndum]], organisti og fyrrverandi alþingismaður. Árið 1919 var [[Sveinn P. Scheving]] ráðinn dagvörður og [[Jón Guðlaugsson (Mjölni)|Jón Guðlaugsson]] frá Hallgeirsey næturvörður og [[Magnús J. Skaftfell]] aðstoðarnæturvörður. Búningur átti að vera af sömu gerð og í Reykjavík, bókstafur kaupstaðarins á einkennishúfu. Brátt fjölgaði lögreglumönnum í kaupstaðnum með vaxandi íbúafjölda og útgerð. Í lok seinni heimstyrjaldarinnar störfuðu hér fjórir dag- og næturverðir, þeir [[Stefán Árnason]], yfirlögregluþjónn, [[Jóhannes Albertsson]], [[Óskar Friðbjörnsson]] og [[Pétur Stefánsson]]. En lögreglumenn hér urðu fyrst 11 árið 1965, þegar þeim var fjölgað úr 9. Í dag er fjöldi þeirra óbreyttur 11, yfirlögregluþjónn, rannsóknarlögreglumaður, 4 varðstjórar og 5 lögreglumenn.


== Ýmis verkefni lögreglunnar ==
== Ýmis verkefni lögreglunnar ==
Lína 16: Lína 16:
== Húsnæði lögreglunnar ==
== Húsnæði lögreglunnar ==
[[Mynd:Lögreglustöð.jpg|thumb|250px|Gamla lögreglustöðin á Hilmisgötu.]]
[[Mynd:Lögreglustöð.jpg|thumb|250px|Gamla lögreglustöðin á Hilmisgötu.]]
Fyrrum voru einu löggæslumennirnir sýslumenn og síðan hreppstjórar.  Þingstaðurinn var því fyrsta löggæsluhúsnæðið í þeirri merkingu, þó þar færi ýmislegt fleira fram en það sem til löggæslu horfði. Á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] var þingstaður eyjanna fyrrum og sennilega elsti þingstaðurinn. Um 1600 hefur þingstaðurinn verið fluttur og reist þinghús að Hvítingum, þar sem var þingstaður fram yfir 1800, þegar þinghúsið var rifið enda orðið ófært til þinghalda. Framan af 19. öldinni var oftast þingað hjá hreppstjóra, bæði á [[Miðhús]]um, einkum í [[Nýibær|Nýjabæ]], en þar þingaði Bonnesen sýslumaður 1825. Stundum munu og þingin hafa verið haldin á heimili sýslumanns eða í [[Danski Garður|Danska Garði]]. Um miðja 19. öldina fóru Eyjamenn fyrir alvöru að hugsa um að koma sér upp nýju þinghúsi og var því hreyft í bréfi til sýslumanns [[Baumanns]] 1852. En það var þó ekki fyrr en í tíð [[Andreas A. Kohl]] sýslumanns, um 1855 að þinghúsið var reist af sveitarsjóði á þeim stað sem Borg stóð síðar.  Fangelsi var í austurenda þinghússins og voru þar tveir fangaklefar. Í fangaklefunum voru eldfæri og voru þau í sambandi við reykháf úr múrsteini.
Fyrrum voru einu löggæslumennirnir sýslumenn og síðan hreppstjórar.  Þingstaðurinn var því fyrsta löggæsluhúsnæðið í þeirri merkingu, þó þar færi ýmislegt fleira fram en það sem til löggæslu horfði. Á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] var þingstaður eyjanna fyrrum og sennilega elsti þingstaðurinn. Um 1600 hefur þingstaðurinn verið fluttur og reist þinghús að Hvítingum, þar sem var þingstaður fram yfir 1800, þegar þinghúsið var rifið enda orðið ófært til þinghalda. Framan af 19. öldinni var oftast þingað hjá hreppstjóra, bæði á [[Miðhús]]um, einkum í [[Nýibær|Nýjabæ]], en þar þingaði Bonnesen sýslumaður 1825. Stundum munu og þingin hafa verið haldin á heimili sýslumanns eða í [[Danski-Garður|Danska-Garði]]. Um miðja 19. öldina fóru Eyjamenn fyrir alvöru að hugsa um að koma sér upp nýju þinghúsi og var því hreyft í bréfi til sýslumanns [[Baumanns]] 1852. En það var þó ekki fyrr en í tíð [[Andreas August von Kohl|Andreas A. Kohl]] sýslumanns, um 1855 að þinghúsið var reist af sveitarsjóði á þeim stað sem Borg stóð síðar.  Fangelsi var í austurenda þinghússins og voru þar tveir fangaklefar. Í fangaklefunum voru eldfæri og voru þau í sambandi við reykháf úr múrsteini.


Í grein frá 1947 segir [[Árni Guðmundsson]] kennari frá aðstæðum á þessum tíma: ''„Í þinghúsinu var sýslubókasafn Vestmannaeyja, 3 kennslustofur og leikfimisalur, sem jafnframt var notaður sem réttarsalur. Voru þá reistar grindur, til þess að afkróa frá lýðnum réttarins þjóna og dómarann. Austan við skólann, áfast við, var hegningarhús Eyjanna. Voru þar tveir fangaklefar í norðurhlið, en suðurhliðin opið port eða garður til þess að viðra fangana í. Sáu börnin niður í fangahúsgarðinn úr gluggum skólastofunnar í austurgafli uppi.“''  
Í grein frá 1947 segir [[Árni Guðmundsson (Háeyri)|Árni Guðmundsson]] kennari frá aðstæðum á þessum tíma: ''„Í þinghúsinu var sýslubókasafn Vestmannaeyja, 3 kennslustofur og leikfimisalur, sem jafnframt var notaður sem réttarsalur. Voru þá reistar grindur, til þess að afkróa frá lýðnum réttarins þjóna og dómarann. Austan við skólann, áfast við, var hegningarhús Eyjanna. Voru þar tveir fangaklefar í norðurhlið, en suðurhliðin opið port eða garður til þess að viðra fangana í. Sáu börnin niður í fangahúsgarðinn úr gluggum skólastofunnar í austurgafli uppi.“''  


Síðar var húsið stækkað og seinna selt. Lögreglustöð og fangahús var reist við Hilmisgötu, fullgert 1926. Þetta var steinhús með lágu þaki. Þar voru þrír fangaklefar, lítil varðstofa, geymsla, niðurgrafinn kyndiklefi og innikamar. Viðbygging 1953 hýsti varðstofu, réttarsal og húsnæði fyrir skjöl, tæki og búnað lögreglu, en gamla varðstofan var tekin undir viðbótar fangaklefa. Aðalinngangur í lögreglustöðina var um suðurhlið nýja hlutans, en farið var með fanga um gamla innganginn, sem var nú í porti er myndaðist norðan og bak við nýbygginguna.  Árið 1967 fékk lögreglan aukið húsnæði, þegar slökkviliðið fluttist um set frá [[Hilmisgata|Hilmisgötu]]. Lögreglustöðin við Hilmisgötu brann 6. október 1988, en þá kom upp eldur í fangaklefa og fluttist lögreglan síðar í núverandi húsnæði að [[Faxastígur|Faxastíg]] 42.
Síðar var húsið stækkað og seinna selt. Lögreglustöð og fangahús var reist við Hilmisgötu, fullgert 1926. Þetta var steinhús með lágu þaki. Þar voru þrír fangaklefar, lítil varðstofa, geymsla, niðurgrafinn kyndiklefi og innikamar. Viðbygging 1953 hýsti varðstofu, réttarsal og húsnæði fyrir skjöl, tæki og búnað lögreglu, en gamla varðstofan var tekin undir viðbótar fangaklefa. Aðalinngangur í lögreglustöðina var um suðurhlið nýja hlutans, en farið var með fanga um gamla innganginn, sem var nú í porti er myndaðist norðan og bak við nýbygginguna.  Árið 1967 fékk lögreglan aukið húsnæði, þegar slökkviliðið fluttist um set frá [[Hilmisgata|Hilmisgötu]]. Lögreglustöðin við Hilmisgötu brann 6. október 1988, en þá kom upp eldur í fangaklefa og fluttist lögreglan síðar í núverandi húsnæði að [[Faxastígur|Faxastíg]] 42.

Núverandi breyting frá og með 21. janúar 2018 kl. 14:49

Fyrstu lögreglumennirnir

Fyrstu eiginlegu lögreglumennirnir í Vestmannaeyjum voru ráðnir haustir 1915. Það voru Guðjón J. Guðjónsson, Sjólyst og Jón Jónsson, hreppstjóri. Guðjón var næturvörður og var þetta bókað um ráðninguna á sýslunefndarfundi 1. október 1915: „Nefndin samþykkti að ráða mann til lögregluþjónsstarfa á tímabilinu 1. október til 15. maí, er hafi vörð í þorpinu frá kl. 8 á kvöldin til kl. 8 á morgnana, eða eftir samráði við lögreglustjórann, sem gefur honum erindisbréf“ Þá var samþykkt að Jón Jónsson „sinnti lögreglueftirliti á daginn og eftirliti með hreinlæti í þorpinu, án þess þó að hann sé skyldur til að vera stöðugt á verði. Ætlast er til þess að þessir menn slökkvi og kveiki á götuljósunum, að svo miklu leyti sem lyklarnir eru ekki afhentir einstökum mönnum“.

Lögregluþjónarnir Pétur Stefánsson og Óskar Friðbjörnsson.

Ári síðar sagði Guðjón upp starfinu og var þá ráðinn Sigfús Árnason frá Löndum, organisti og fyrrverandi alþingismaður. Árið 1919 var Sveinn P. Scheving ráðinn dagvörður og Jón Guðlaugsson frá Hallgeirsey næturvörður og Magnús J. Skaftfell aðstoðarnæturvörður. Búningur átti að vera af sömu gerð og í Reykjavík, bókstafur kaupstaðarins á einkennishúfu. Brátt fjölgaði lögreglumönnum í kaupstaðnum með vaxandi íbúafjölda og útgerð. Í lok seinni heimstyrjaldarinnar störfuðu hér fjórir dag- og næturverðir, þeir Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn, Jóhannes Albertsson, Óskar Friðbjörnsson og Pétur Stefánsson. En lögreglumenn hér urðu fyrst 11 árið 1965, þegar þeim var fjölgað úr 9. Í dag er fjöldi þeirra óbreyttur 11, yfirlögregluþjónn, rannsóknarlögreglumaður, 4 varðstjórar og 5 lögreglumenn.

Ýmis verkefni lögreglunnar

Fyrir utan hefðbundin verkefni lögreglunnar í Vestmannaeyjum koma tímabil þar sem verkefni eru viðameiri og óhefðbundnari en dags daglega. Fyrst ber að nefna Heimaeyjargosið 1973, en þá kom það í hlut lögreglunnar að hafa með höndum mörg mjög óvenjuleg verkefni. Fyrst að stjórna brottflutningi íbúa í Vestmannaeyjum og síðar við björgun verðmæta undan gosinu, en mikill fjöldi björgunarmanna og sjálfboðaliða vann við þessi störf. Árlega hefur lögreglan mikinn viðbúnað í kringum Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem er um hverja verslunarmannahelgi. Þá er fengin aðstoð lögreglumanna ofan af fastalandinu og starfa venjulega um 20 lögreglumenn við ýmis löggæslustörf á Þjóðhátíðinni.

Lögreglusamþykktir fyrir Vestmannaeyjar

Á fundi sýslunefndar 18. febrúar 1914 voru þeir Halldór Gunnlaugsson, læknir, og Gunnar Ólafsson kaupmaður, kosnir til þess að semja frumvarp að lögreglusamþykkt fyrir Vestmannaeyjasýslu, sbr. lög nr. 1 frá 1890 og lög nr. 27 frá 1913 um lögreglu- og byggingasamþykkt fyrir Vestmannaeyjasýslu. Hún var samþykkt á sýslunefndarfundi 30. júní 1915 og tók gildi 1. október 1915. Síðar var þessi fyrsta samþykkt endurskoðuð og kom út nr. 41 frá 31. mars 1928. Núgildandi samþykkt er nr. 320 frá 1979. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á henni síðan sjá nr. 86/1982, 724/1983, 248/1986, 283/1995 og nú síðast nr. xx/2002.

Húsnæði lögreglunnar

Gamla lögreglustöðin á Hilmisgötu.

Fyrrum voru einu löggæslumennirnir sýslumenn og síðan hreppstjórar. Þingstaðurinn var því fyrsta löggæsluhúsnæðið í þeirri merkingu, þó þar færi ýmislegt fleira fram en það sem til löggæslu horfði. Á Vilborgarstöðum var þingstaður eyjanna fyrrum og sennilega elsti þingstaðurinn. Um 1600 hefur þingstaðurinn verið fluttur og reist þinghús að Hvítingum, þar sem var þingstaður fram yfir 1800, þegar þinghúsið var rifið enda orðið ófært til þinghalda. Framan af 19. öldinni var oftast þingað hjá hreppstjóra, bæði á Miðhúsum, einkum í Nýjabæ, en þar þingaði Bonnesen sýslumaður 1825. Stundum munu og þingin hafa verið haldin á heimili sýslumanns eða í Danska-Garði. Um miðja 19. öldina fóru Eyjamenn fyrir alvöru að hugsa um að koma sér upp nýju þinghúsi og var því hreyft í bréfi til sýslumanns Baumanns 1852. En það var þó ekki fyrr en í tíð Andreas A. Kohl sýslumanns, um 1855 að þinghúsið var reist af sveitarsjóði á þeim stað sem Borg stóð síðar. Fangelsi var í austurenda þinghússins og voru þar tveir fangaklefar. Í fangaklefunum voru eldfæri og voru þau í sambandi við reykháf úr múrsteini.

Í grein frá 1947 segir Árni Guðmundsson kennari frá aðstæðum á þessum tíma: „Í þinghúsinu var sýslubókasafn Vestmannaeyja, 3 kennslustofur og leikfimisalur, sem jafnframt var notaður sem réttarsalur. Voru þá reistar grindur, til þess að afkróa frá lýðnum réttarins þjóna og dómarann. Austan við skólann, áfast við, var hegningarhús Eyjanna. Voru þar tveir fangaklefar í norðurhlið, en suðurhliðin opið port eða garður til þess að viðra fangana í. Sáu börnin niður í fangahúsgarðinn úr gluggum skólastofunnar í austurgafli uppi.“

Síðar var húsið stækkað og seinna selt. Lögreglustöð og fangahús var reist við Hilmisgötu, fullgert 1926. Þetta var steinhús með lágu þaki. Þar voru þrír fangaklefar, lítil varðstofa, geymsla, niðurgrafinn kyndiklefi og innikamar. Viðbygging 1953 hýsti varðstofu, réttarsal og húsnæði fyrir skjöl, tæki og búnað lögreglu, en gamla varðstofan var tekin undir viðbótar fangaklefa. Aðalinngangur í lögreglustöðina var um suðurhlið nýja hlutans, en farið var með fanga um gamla innganginn, sem var nú í porti er myndaðist norðan og bak við nýbygginguna. Árið 1967 fékk lögreglan aukið húsnæði, þegar slökkviliðið fluttist um set frá Hilmisgötu. Lögreglustöðin við Hilmisgötu brann 6. október 1988, en þá kom upp eldur í fangaklefa og fluttist lögreglan síðar í núverandi húsnæði að Faxastíg 42.

Lögreglubifreiðir

Það var ekki fyrr en árið 1956 sem hingað kom fyrsta lögreglubifreiðin, sem var af Dodge gerð. Fyrir þann tíma þurfti lögreglan að hafa ýmsar aðferðir við fangaflutninga, t.d. segir Stefán Árnason yfirlögregluþjónn frá því í Lögreglublaðinu 1970 að fyrir 1956 hafi þeir oft þurft að notast við handvagn til þess að flytja menn á, sem hafi ekki verið þægilegt farartæki. Annars þurfti að notast við önnur tiltæk farartæki svo sem vörubíla, sem voru ýmist stöðvaðir þar sem þeir voru í akstri eða þeir voru sérstaklega pantaðir frá Bifreiðastöð Vestmannaeyja. Nú hefur lögreglan til umráða tvær bifreiðir, Ford Econoline og Subaru Legacy.

Yfirlögregluþjónar í Vestmannaeyjum


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík: Stofn, 1991.
  • Sigfús M. Johnsen. Saga Vestmannaeyja. Reykjavík: Fjölsýn Forlag, 1989.
  • Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson. Lögreglan á Íslandi. Reykjavík: Byggðir og Bú. 1997.