Lárus Kristján Gíslason (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lárus Kristján Gíslason verslunarmaður, námsmaður í Reykjavík fæddist 12. nóvember 1892 og lést 5. maí 1912.
Foreldrar hans voru Gísli Lárusson gullsmiður, útgerðarmaður, f. 16. febrúar 1865 á Kornhól, d. 27. september 1935 í Stakkagerði, og kona hans Jóhanna Sigríður Árnadóttir frá Stakkagerði, húsfreyja, f. 11. nóvember 1861, d. 10. júní 1932.

Börn Jóhönnu og Gísla voru:
1. Theodóra Ásdís Gísladóttir húsfreyja Vestanhafs, f. 23. mars 1897, d. 1920.
2. Árni Gíslason bókhaldari 1910, f. 2. mars 1889, d. 8. september 1957.
3. Lárus Kristján Gíslason verslunarmaður, námsmaður, f. 12. nóvember 1892, d. 5. maí 1912.
4. Georg Lárus Gíslason kaupmaður, f. 24. ágúst 1895, d. 27. febrúar 1955.
5. Kristín Gísladóttir húsfreyja, f. 26. október 1897, d. 17. desember 1957.

Lárus var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var verslunarmaður hjá Árna Sigfússyni 1910, námsmaður í Reykjavík við andlát 1912.
Lárus var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.